Stolt af íslenskum íþróttakonum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Bryndís Rún Hansen settu saman sjö Íslandsmet á HM. Mynd/Aðsend Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend
Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sjá meira