ÍA hefur gengið frá samningum við þrjá leikmenn. Þetta eru þeir Iain Williamson, Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Stefán Ómar Magnússon.
Williamson kom til ÍA á láni frá Víkingi R. í byrjun síðasta tímabils. Hann kom vel inn í lið Skagamanna og lék 17 leiki í Pepsi-deildinni. Williamson er 28 ára gamall miðjumaður.
Guðmundur Böðvar kom einnig á láni til ÍA á síðasta tímabili frá Fjölni. Guðmundur Böðvar, sem er 27 ára Skagamaður, hefur alls leikið 162 leiki fyrir ÍA og skorað fjögur mörk. Guðmundur Böðvar lék sjö leiki og skoraði eitt mark með ÍA í sumar.
Stefán Ómar kemur til ÍA frá Hugin á Seyðisfirði. Hann er 16 ára gamall framherji sem skoraði fjögur mörk í 21 leik í Inkasso-deildinni í sumar.
ÍA endaði í 8. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.
ÍA tryggir sér þjónustu þriggja leikmanna
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
