Viðræðum flokkanna fimm slitið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 14:45 Frá fundinum. vísir/anton brink Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15
Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15