Katrín: „Strandaði ekki á okkur frekar en öðrum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2016 15:43 Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir að óformlegar viðræður Pírata, VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar, hafi ekki strandað á Vinstri-grænum frekar en öðrum flokkum. Of langt hafi verið á milli flokkanna. „Það var of langt á milli flokkanna,“ segir Katrín í samtali við Vísi en tilkynnt var fyrir stundu að óformlegum viðræðum flokkanna fimm hafi verið slitið. Mun Birgitta Jónsdóttir Pírati fara til Bessastaða síðar í dag og skila umboði til stjórnarmyndunar aftur til forseta. Á mbl.is í dag var greint frá því að það væri helst Vinstri græn sem væru ekki til í að fara í formlegar viðræður. Katrín segir að mögulega henti það einhverjum að draga upp slíka mynd. „Þetta strandaði ekkert á okkur frekar en öðrum. Auðvitað hentar einhverjum að draga upp slíka mynd en mér fannst vera samhljómur þeirra sem sátu við borðið að vera ekki að benda á einhvern einn. Það er ekkert launungarmál að þetta eru ólíkir flokkar. Við erum þarna lengst til vinstri og kannski ekki skrýtið að erfitt sé að finna samhljóm með flokki lengst til hægri,“ segir Katrín. Þingflokkur VG sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir viðræðuslitin þar sem greint var frá því að flokkurinn hafi lagt áherslu á gerðar væru breytingar „í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða.“ Til þess þess þyrfti að lágmarki 30 milljarða króna. Katrín segir að þetta hafi verið stóru kappsmál flokksins í viðræðunum. Samhljómur hafi verið í aðdraganda kosninganna að gefa þyrfti í þeim málaflokkum sem nefndir eru hér að ofan og að nú þurfi flokkarnir að svara pólitískum spurningum um hvort að vilji sé til þess að standa fyrir þessum umbótum og þá hvernig eigi að fjármagna þá með ábyrgum hætti. „Mér finnst ágætt ef þingið fær nú svigrúm til að glíma við fjárlögin en forsetinn gerir það sem honum þykir réttast,“ segir Katrín aðspurð um hvað hún telji að gerist nú eftir að upp úr slitnaði.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira