Sigurður Ingi vill helst mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 22:42 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26