Vísir mælist aftur stærstur Tinni Sveinsson 13. desember 2016 14:18 Nokkrar fréttir af Vísi í liðinni viku sem vöktu athygli. Vísir Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins samkvæmt nýjum topplista Gallup aðra vikuna í röð. Vísir mældist með tæplega 167 þúsund íslenska notendur á dag að meðaltali yfir vikuna, sem náði frá 5. til 11. desember. Virku dagana sóttu 176 þúsund notendur vefinn að meðaltali á dag og um helgina voru þeir 143 þúsund. Þá lásu einnig tæplega 29 þúsund erlendir notendur Vísi á dag. Þennan mikla lesendafjölda má rekja til margra fréttamála sem dreifðu sér jafnt yfir vikuna.Mælingar síðustu viku af Topplistavef Gallup.Umfjöllun Láru Ómarsdóttur um lítt þekkta náttúruperlu, glæsilegur árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur kylfings, frægðarför Tólfunnar til Lúxemborgar, IKEA-slys á íslensku heimili, deilur um kirkjuheimsóknir grunnskólabarna og afsökunarbeiðni útvarpsmanns voru á meðal frétta sem vöktu mikla athygli. Þá voru fréttir af fjárlagafrumvarpinu og áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræðum fyrirferðamiklar. Næsti vefur á listanum er mbl.is með um 163 þúsund notendur á dag. Því næst kemur DV með 77 þúsund, RÚV með 54 þúsund og Já með 52 þúsund notendur á dag. Gallup heldur utan um mælinguna og er hægt að rýna nánar í tölurnar á síðunni topplistar.gallup.is. Á síðunni er einnig hægt að skoða dekkun þeirra netmiðla sem taka þátt í mælingunni eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum en þeim upplýsingum var nýlega bætt við. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis þar sem samtal við lesendur er einnig mjög virkt allan sólarhringinn. Tengdar fréttir Vísir mælist stærstur Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins. Í síðustu viku var íslenski notendafjöldinn einn sá mesti frá upphafi. 6. desember 2016 21:15 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins samkvæmt nýjum topplista Gallup aðra vikuna í röð. Vísir mældist með tæplega 167 þúsund íslenska notendur á dag að meðaltali yfir vikuna, sem náði frá 5. til 11. desember. Virku dagana sóttu 176 þúsund notendur vefinn að meðaltali á dag og um helgina voru þeir 143 þúsund. Þá lásu einnig tæplega 29 þúsund erlendir notendur Vísi á dag. Þennan mikla lesendafjölda má rekja til margra fréttamála sem dreifðu sér jafnt yfir vikuna.Mælingar síðustu viku af Topplistavef Gallup.Umfjöllun Láru Ómarsdóttur um lítt þekkta náttúruperlu, glæsilegur árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur kylfings, frægðarför Tólfunnar til Lúxemborgar, IKEA-slys á íslensku heimili, deilur um kirkjuheimsóknir grunnskólabarna og afsökunarbeiðni útvarpsmanns voru á meðal frétta sem vöktu mikla athygli. Þá voru fréttir af fjárlagafrumvarpinu og áframhaldandi stjórnarmyndunarviðræðum fyrirferðamiklar. Næsti vefur á listanum er mbl.is með um 163 þúsund notendur á dag. Því næst kemur DV með 77 þúsund, RÚV með 54 þúsund og Já með 52 þúsund notendur á dag. Gallup heldur utan um mælinguna og er hægt að rýna nánar í tölurnar á síðunni topplistar.gallup.is. Á síðunni er einnig hægt að skoða dekkun þeirra netmiðla sem taka þátt í mælingunni eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum en þeim upplýsingum var nýlega bætt við. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis þar sem samtal við lesendur er einnig mjög virkt allan sólarhringinn.
Tengdar fréttir Vísir mælist stærstur Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins. Í síðustu viku var íslenski notendafjöldinn einn sá mesti frá upphafi. 6. desember 2016 21:15 Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Vísir mælist stærstur Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins. Í síðustu viku var íslenski notendafjöldinn einn sá mesti frá upphafi. 6. desember 2016 21:15