Handbolti

Danir í úrslitaleik gegn Rúmeníu um sæti í undanúrslitum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. vísir/afp
Dönsku stelpurnar misstu unninn leik gegn Rússum úr höndunum á sér á EM í kvöld. Niðurstaðan jafntefli, 26-26, í skrautlegum leik.

Danir misstu boltann í tvígang á lokamínútunni er þeir voru marki yfir. Dönsku stúlkurnar töldu sig líka vera komna með boltann er sjö sekúndur voru eftir af leiknum og Rússar tóku leikhlé. Umdeilt atvik en Rússar náðu ekki að skora úr lokasókninni.

Danska liðið er með 5 stig í milliriðli II og fer í úrslitaleik gegn Rúmeníu um laust sæti í undanúrslitum mótsins. Rúmenía er með stigi meira og dugar því jafntefli í leiknum. Rússar eiga aftur á móti ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum.

Stine Jörgensen skoraði sjö mörk fyrir Dani í kvöld og Marina Sudakova skoraði sex fyrir Rússa.


Tengdar fréttir

Neagu skaut Tékka í kaf

Rúmenía á ansi góða möguleika á því að komast í undanúrslit á EM kvenna í handbolta eftir góðan sigur, 30-28, á Tékkum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×