Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2016 14:30 Jólapakkarnir streyma til landsins úr vefverslunum og mikið álag er á pósthúsum eins og hér í Síðumúla í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Sendingum hingað til lands frá erlendum verslunum til einstaklinga fjölgaði um 55 prósent á milli ára í nóvember 2015 og nóvember 2016. Á sama tíma fjölgaði innlendum pakkasendingum um 35 prósent á tímabilinu. Íslendingar virðast kaupa jólagjafirnar í mun meiri mæli í gegn um tölvuna í stað þess að kaupa þær í íslenskum verslunum á staðnum. Fréttablaðið óskaði upplýsinga um pakkasendingar frá útlöndum fyrir jólin í samanburði við í fyrra. Engar magntölur bárust en fjölgunin í erlendum pökkum er sem áður segir 55 prósent á milli ára. Reikna má með að mikill meirihluti sé úr erlendum netverslunum. Í október dróst innlend fataverslun saman miðað við síðasta ár, þótt verð á fötum hafi lækkað um 5,9 prósent milli ára. Um síðustu áramót voru tollar af fatnaði og skóm felldir niður.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Fréttablaðið/StefánAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það ekkert nýtt að íslensk verslun eigi í harðri samkeppni við erlenda verslun. „Bæði er netverslun að aukast en það er líka viss freisting, þegar gengi krónunnar er eins og raun ber vitni, að kaupa varning að utan. Þannig að það að gengi krónunnar er svona sterkt og hagstætt, innan gæsalappa, ýtir enn frekar undir að netverslun færist úr landi,“ segir Andrés.Brynjar Smári Rúnarsson hjá Póstinum. Mynd/aðsendBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðs- og upplýsingamála Íslandspósts, segir að margir versli jafnvel einvörðungu á netinu og ekkert í verslunum. „Það hefur verið mikil aukning undanfarin ár en síðustu mánuðir hafa verið mjög stórir hjá okkur. Þeir sem eru vanir að versla vita að þetta tekur meiri tíma á þessum árstíma. Þeir byrjuðu fyrr og hafa fengið jólagjafirnar í nóvember.“ Brynjar segir aukninguna fela í sér mikið álag á pósthúsum og öðrum afhendingarleiðum póstsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Sendingum hingað til lands frá erlendum verslunum til einstaklinga fjölgaði um 55 prósent á milli ára í nóvember 2015 og nóvember 2016. Á sama tíma fjölgaði innlendum pakkasendingum um 35 prósent á tímabilinu. Íslendingar virðast kaupa jólagjafirnar í mun meiri mæli í gegn um tölvuna í stað þess að kaupa þær í íslenskum verslunum á staðnum. Fréttablaðið óskaði upplýsinga um pakkasendingar frá útlöndum fyrir jólin í samanburði við í fyrra. Engar magntölur bárust en fjölgunin í erlendum pökkum er sem áður segir 55 prósent á milli ára. Reikna má með að mikill meirihluti sé úr erlendum netverslunum. Í október dróst innlend fataverslun saman miðað við síðasta ár, þótt verð á fötum hafi lækkað um 5,9 prósent milli ára. Um síðustu áramót voru tollar af fatnaði og skóm felldir niður.Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Fréttablaðið/StefánAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir það ekkert nýtt að íslensk verslun eigi í harðri samkeppni við erlenda verslun. „Bæði er netverslun að aukast en það er líka viss freisting, þegar gengi krónunnar er eins og raun ber vitni, að kaupa varning að utan. Þannig að það að gengi krónunnar er svona sterkt og hagstætt, innan gæsalappa, ýtir enn frekar undir að netverslun færist úr landi,“ segir Andrés.Brynjar Smári Rúnarsson hjá Póstinum. Mynd/aðsendBrynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðs- og upplýsingamála Íslandspósts, segir að margir versli jafnvel einvörðungu á netinu og ekkert í verslunum. „Það hefur verið mikil aukning undanfarin ár en síðustu mánuðir hafa verið mjög stórir hjá okkur. Þeir sem eru vanir að versla vita að þetta tekur meiri tíma á þessum árstíma. Þeir byrjuðu fyrr og hafa fengið jólagjafirnar í nóvember.“ Brynjar segir aukninguna fela í sér mikið álag á pósthúsum og öðrum afhendingarleiðum póstsins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólafréttir Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira