Sigmundur Davíð: Ljóst hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda kosningar í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 17:41 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir að sú staða sem komin er upp varðandi myndun ríkisstjórnar, það er að hér ríkir stjórnarkreppa, sýni að það sé orðið „hvers konar dómadagsvitleysa það var“ að halda þingkosningar í október. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund Davíð í Reykjavík síðdegis í dag. Nú þegar rúmar sex vikur eru liðnar frá kosningum hefur ekki enn verið mynduð ríkisstjórn og enginn stjórnmálaleiðtogi er með stjórnarmyndunarumboðið. Aðspurður hvernig þessi staða horfði við honum sagði Sigmundur Davíð: „Þetta er vissulega flókin staða eins og allir benda á og þó að það sé nú ekki alltaf vel séð að menn séu að líta aftur í tímann þá held ég að menn þurfi nú stundum að líta aftur á bak þó ekki væri nema til að læra af reynslunni. Þannig að ég held að það sé orðið ljóst núna hvers konar dómadagsvitleysa það var að halda þessar kosningar í lok október og reyndar held ég að flestum hafi mátt vera það ljóst frá því í sumar að minnsta kosti.“ Sigmundur sagði að þetta hefði þó ekki mátt nefna einhverra hluta vegna í aðdraganda kosninganna þar sem sumir hafi kannski séð í þessu tækifæri fyrir sig sjálfa en aðrir verið hræddir við að styggja „einhverja æsingamenn“ eins og hann orðaði það. Hann sagði það ekki skipta höfuðmáli þegar svo langt væri liðið frá kosningum hver færi með stjórnarmyndunarumboðið heldur hvaða möguleiki væri á því að ná saman meirihluta sem gæti starfað saman. „Ég varð var við að margir gerðu ráð fyrir því að Vinstri græn þyrftu í einhverjar vikur að setja á svið einhverja sýningu og svo myndi eftir það óhjákvæmilega verða til ríkisstjórn Framsóknarflokks Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. En svo sýnist manni núna eins og maður óttaðist að Vinstri græn væru miklu tvískiptari flokkur og það verður ekki hlaupið að því að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Sigmundur og bætti við að honum þætti því vænlegasta lausnin í stöðunni að sammælast um það að halda aftur kosningar. Þær vill Sigmundur halda á „eðlilegum tíma,“ það er næsta vor og gera í millitíðinni einhverjar bráðabirgðaráðstafanir. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Sjá meira
Sigurður Ingi segir minnihlutastjórn koma til greina Þetta kom fram í leiðtogaumræðum i kvöld. 13. desember 2016 21:04