Könnun sýnir sterkari ACD meirihluta Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Áfram yrðu sjö flokkar á Alþingi ef kosið væri aftur til Alþingis. Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira
Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Sjá meira