Ísland átti tölu mótsins meðal allra milljarðanna sem horfðu á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2016 15:30 Áfram Ísland. Vísir/Samsett frá Getty Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Það var ekki bara íslenska þjóðin sem var að missa sig yfir Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Samkvæmt nýrri rannsókn á vegum UEFA horfðu tveir milljarðar á beinar útsendingar EM 2016 og alls fylgdustu fimm milljarðar með útsendingum frá mótinu út um allan heim. Evrópubúar fjölmenntu að sjálfsögðu fyrir framan sjónvarpstækin en nú mátti einnig greina aukinn áhuga frá bæði Asíu, Bandaríkjunum og meira að segja Suður-Ameríku. Heimurinn fylgdist því vel með íslenska ævintýrinu og öllum hinum leikjunum á EM í Frakklandi síðasta sumar. Öskubuskaævintýri nýliðanna norður úr Atlantshafi átti líka örugglega sinn þátt í að auka fjölbreytni og litríki leikjanna á Evrópumótinu. Rannsókn frá UEFA hefur birt niðurstöður sínar og þar kemur fram aukið áhorf á mótið og að fjölgun liða og leikja hafi borið góðan árangur. Þegar nýliðarnir eru lið eins og íslenska landsliðið þá er nú varla hægt að kvarta mikið yfir viðbótinni. Cristiano Ronaldo og félagar í portúgalska landsliðinu urðu Evrópumeistarar eftir 1-0 sigur á gestgjöfum Frakka í framlengdum úrslitaleik en samkvæmt rannsókninni fylgdust 600 milljónir eitthvað með úrslitaleiknum í beinni. Evrópumótið innihélt nú 24 þjóðir í fyrsta sinn og þeir tuttugu leikir sem bættust við áttu sinni þátt að 1,1 milljarður bættist við áhorfendatölu mótsins. Mikill áhugi í Brasilíu og Kína áttu mikinn þátt í auknu sjónvarpsáhorfi. Leikirnir klukkan eitt á daginn hjálpuðu mótinu mikið að fá áhorf í Asíu en fyrstu leikir á EM 2012 voru klukkan 16.00.Átta milljónir Kínverja horfðu á úrslitaleikinn og 5,3 milljónir Bandaríkjamanna. Í úttekt rannsóknarnefndar UEFA kemur þó fram að enginn þjóð hafi slegið við Íslendingum þegar kemur að hlutfallsáhorfi. Þar segir frá einstöku áhorfi íslensku þjóðarinnar á leik Íslands og Austurríkis í lokaumferð riðlakeppninni. Þúsundir höfðu ferðast til Frakklands til að horfa á liðið en heima á Íslandi fylgdust 99,8 prósent sjónvarpsáhorfenda með leiknum. Án vafa er þessi tala tala mótsins þegar kemur að sjónvarpsáhorfi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira