Jólaljós og uppistöðulón Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun