Þingmenn VG og BF vilja auka tekjur ríkissjóðs Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. desember 2016 20:00 Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Ekki er fyrirhugað að afla aukinna tekna í ríkissjóð til að setja meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis- og menntamál í fjárlögum næsta árs. Þetta segir varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Þingmenn Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar segja hins vegar nauðsynlegt að auka tekjur ríkissjóðs. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa lýst yfir áhyggjum af þeim fjármunum sem þeim eru ætlaðir í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Forstjóri Landspítalans hefur lýst frumvarpinu sem hamförum – óbreytt frumvarp muni þýða styrjaldarástand, fjöldauppsagnir og höggva þurfi niður þjónustu. Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur sagt að verði frumvarpið að lögum bendi allt til þess að gæslan verði ekki lengur öruggur þáttur í leitar- og björgunarkeðju landsins. Fjársveltið muni lama Landhelgisgæsluna. Þá hafa háskólarnir sagt viðvarandi undirfjármögnun ógna öllu starfi þeirra. Óbreytt frumvarp muni þýða að háskólarnir þurfi að skerða þjónustu við nemendur. En forsenda þess að frekari fjármunir verði settir í meðal annars heilbrigðis- og menntamál er að ríkið afli frekari tekna eða skeri niður í öðrum málaflokkum. Tekjuöflunarhluti fjárlaga er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd en ekki er samstaða um það í nefndinni hvort afla þurfi frekari tekna. Tekjurnar aldrei verið meiri „Tekjurnar hafa aldrei verið meiri. Þetta er mjög mikil aukning á útgjöldum milli ára og hefur verið það öll síðustu ár. Það má eiginlega segja að þetta sé metár núna. Þannig að það er mjög öfugsnúið að fara í frekari tekjuöflun til að eyða enn meira í ástandi eins og nú er,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar. Þó sé hugsanlegt að auka við fjármagn til meðal annars heilbrigðis- og menntamála. „Þá með einhvers konar millifærslu, það er að segja að skera niður á einum stað og auka á öðrum stað,” segir Brynjar. Hægt að fjármagna með hærri veiðigjöldum Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í efnahags- og viðskiptanefnd, segir hins vegar ljóst að auka þurfi tekjur ríkissjóðs á næsta ári, til að mynda með hærri veiðigjöldum. „Það er allavega ljóst að fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út núna dugir ekki til. Við verðum að bæta í innviðauppbyggingu, bæta í heilbrigðiskerfið og menntamálin og vegi og annað. Þannig að eins og það lítur út í dag að þá þurfum við að afla frekari tekna,” segir Björt.Auðlegðarskattur og hátekjuskattur Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem einnig situr í efnahags- og viðskiptanefnd, segir unnið að samkomulagi í fjárlaganefnd um aukið fjármagn til tiltekinna málaflokka. „Ef slík samkomulag næst fram að þá þarf væntanlega að styrkja tekjustofnana á móti, því það skiptir auðvitað máli að þetta sé gert með ábyrgum hætti,” segir Katrín. Það sé hægt að gera meðal annars með hærri veiðigjöldum og sérstökum auðlegðarskatt. „Við höfum líka bent á leiðir til þess að taka upp einhvers konar hátekjuþrep, bæði í fjármagnstekjum og launatekjum. Þannig að það er hægt að fara ýmsar leiðir til þess að styrkja tekjustofna ríkisins án þess að það bitni á almenningi,” segir Katrín.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira