Lilja Dögg hefur áhyggjur af stöðu mála í Aleppo: Ráðuneytið leitar eftir auknu fjármagni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. desember 2016 20:00 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja. Flóttamenn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt ályktun sem felur í sér að eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar verði sendir til sýrlensku borgarinnar Aleppo. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur miklar áhyggjur af gangi mála. Hún segir að íslensk stjórnvöld vinni nú að því að leggja aukið fé til svæðisins. Um þrjú þúsund almennir borgarar voru fluttir á brott frá síðasta svæði uppreisnarmanna í sýrlensku borginni Aleppo, snemma í morgun. Flutningar frá Aleppo hófust að nýju í gærkvöldi, en áður hafði verið gert hlé á flutningunum vegna þess að kveikt var í rútum sem áttu að flytja fólk úr öðrum nærliggjandi bæjum, sem lúta stjórn stuðningsmanna Bashar- al-Assads forseta, en eru umkringdir af uppreisnarmönnum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur greint frá því að meðal þeirra 40 þúsund almennra borgara sem enn eru innikróaðir í Austur-Aleppo séu særð börn sem sum eru munaðarlaus. Íslendingar eru margir hverjir harmi slegnir yfir ástandinu í Aleppo en hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera í málunum? „Við höfum miklar áhyggjur af stöðu mála og sérstakalega hvað hefur gengið illa að flytja fólk frá austurhluta borgarinnar. Mannúðaraðstoð hefur ekki komist þar að sem skyldi,“ segir Lilja Dögg sem fagnar nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna um að senda eftirlitsmenn á vegum stofnunarinnar til borgarinnar. Hún segir að Ísland hafi ásamt hinum Norðurlöndunum verið meðflutningsmenn að tillögunni. „Við erum núna með í undirbúningi að setja aukið fjármagn til svæðisins en allt í allt hafa íslensk stjórnvöld sett um tvo milljarða vegna flóttamannavandans vegna þessara átaka sem nú geisa í Sýrlandi,“ segir Lilja. Þegar er búið að ganga frá greiðslubeiðnum til UNICEF og í Sýrlandssjóð OCHA að fjárhæð 23 milljónir króna en í bígerð er að auka fjármagnið enn frekar. Einnig er stefnt að auknum fjárframlögum í fjárlögum ársins 2017. „Við erum í sambandi við þær stofnanir Sameinuðu þjóðanna sem eru að veita brýnustu mannúðaraðstoð á svæðinu og við erum að kanna hver þörfin er og leita eftir auknu fjármagni til að sinna því,“ segir Lilja. Lilja segir móttöku flóttamanna hingað til lands vera enn annan þátt í því sem stjórnvöld hér á landi séu að gera til að bregðast við ástandinu. „Flóttamenn sem koma frá Sýrlandi verða í janúar 117. Það hefur verið tekið mjög vel á móti flóttamönnum og þeir hafa náð að aðlagast á Akureyri mjög vel þannig að ég er nokkuð bjartsýn á komu þessa hóps sem kemur núna í janúar,“ segir Lilja.
Flóttamenn Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Börn og unglingar eru 9 klukkutíma á dag í símanum Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira