Gjaldeyristekjur af þjónustu verði meiri en af vöruútflutningi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 14:06 Ferðaþjónusta dregur vagninn í vexti á gjaldeyristekjum vegna þjónustu. vísir/pjetur Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent). Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent).
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira