Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Þórunn Egilsdóttir var annar þingforseti á síðasta þingi. Þeir sem voru á undan henni í röðinni, Einar K. Guðfinnsson og Kristján Möller, eru hættir á þingi og því gegnir hún embættinu þangað til nýr þingforseti verður kosinn. Vísir/Pjetur Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað formenn stjórnmálaflokkanna til fundar í dag og ætlar að ræða við þá einslega. Forsetinn mun byrja á að ræða við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og hefst fundur þeirra klukkan tíu. Algjör pattstaða virðist komin upp við myndun ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddu í byrjun vikunnar möguleika á ríkisstjórnarsamstarfi. Þau tilkynntu í gær að þeim viðræðum yrði ekki haldið áfram. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa forystumenn Samfylkingarinnar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar á sama tíma rætt möguleikann á samstarfi sín í milli. Katrín Jakobsdóttir minnir á að viðræður VG með þessum flokkum hafi áður siglt í strand en til greina komi að mynda breiða þjóðstjórn. Bjarni Benediktsson sagði við Stöð 2 í gær að hann vildi skoða möguleikann á að ræða aftur myndun þriggja flokka stjórnar með Viðreisn og Bjartri framtíð. Þær viðræður hafa hins vegar líka verið reyndar áður án árangurs. Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 verður kynnt á þriðjudaginn, sama dag og þing kemur fyrst saman eftir alþingiskosningarnar. Venjulegast þegar Alþingi er sett er byrjað á guðsþjónustu í Dómkirkjunni áður en forseti Íslands, biskup Íslands og þingmenn ganga til þinghússins og forseti Íslands setur þingið. Haldið verður í þessa hefð. Á þingfundi er svo kjörinn nýr forseti Alþingis og kosið í fastanefndir. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og starfandi forseti Alþingis, segist reikna með því að vikið verði frá hefðbundinni dagskrá vegna óvenjulegra aðstæðna í stjórnmálum, þegar ekki er útlit fyrir að búið verði að mynda ríkisstjórn áður en Alþingi er sett. „Það verður það örugglega en við erum ekki búin að gefa út dagskrá. Það er ennþá í vinnslu í þinginu hvernig farið verður með þetta,“ segir Þórunn. Alþingi muni vinna þetta saman með forsætisráðherra og forystu allra flokkanna. „Það þurfa allir að koma að þessari ákvörðun,“ segir hún.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira