Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. desember 2016 16:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00