Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. desember 2016 16:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið nú fyrir stundu. Þetta kom fram í máli Guðna að loknum fundi hans með Birgittu á Bessastöðum sem hófst klukkan fjögur. Birgitta er þriðji stjórnmálamaðurinn sem fær umboðið en áður höfðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, fengið umboðið án þess að hafa tekist að mynda ríkisstjórn. Guðni sagði við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag að á fundum hans með formönnum og fulltrúum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi hefði hann leitað álits á því hvaða möguleikar væru til myndunar ríkisstjórnar. Þá hefði hann jafnframt leitað eftir hver ætti nú að fá stjórnarmyndunarumboðið en síðan Katrín skilaði því fyrir rúmri viku hefur enginn haft umboðið. Forsetinn sagði að ekki hefði legið skýrt fyrir þá hver ætti að fá það næst og hann hefði því ákveðið og bíða og sjá hvort eitthvað myndi gerast enda væru fordæmi fyrir slíku, en í kjölfarið á fundum hans með forystufólki flokkanna í dag hafi hann ákveðið að kalla Birgittu á sinn fund og fela henni umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Guðni lagði síðan áherslu á það að þó að rúmur mánuður væri liðinn frá kosningum til Alþingis þá væri engin þörf á óðagoti við stjórnarmyndun. Þó sagði að hann myndi vilja fá að vita það upp úr helgi hvernig menn ætli að haga væntanlegum stjórnarmyndunarviðræðum svo menn geti séð hver næstu skref verði.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31 Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Sjá meira
Guðni boðar Birgittu á fund á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað Birgittu Jónsdóttur, þingmann og þingflokksformann Pírata, á sinn fund klukkan 16 í dag. 2. desember 2016 14:31
Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00