Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood var raunveruleg nauðgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 23:01 Brando og Schneider í hlutverkum sínum í Last Tango in Paris. Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood, svokallað smjöratriði úr mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci, Last Tango in Paris, var í raun nauðgun þar sem leikkonan, Maria Schneider, vissi ekki hvernig atriðið var þegar hún „lék“ í því á móti Marlon Brando. Leikstjórinn upplýsti um þetta í viðtali árið 2013 sem erlendir miðlar hafa greint frá undanfarna daga en Bertolucci segist ekki sjá eftir því að hafa gert atriðið á þennan hátt þó að hann sé með samviskubit yfir því. Last Tango in Paris var frumsýnd árið 1972. Schneider var aðeins 19 ára gömul þegar hún lék í myndinni en Brando 48 ára. Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu Schneider og sagði Roger Ebert meðal annars að svo virtist sem Schneider væri ekki að leika heldur geislaði einfaldlega af henni. Það er að minnsta kosti ljóst að Schneider var ekki að leika í nauðgunaratriðinu þar sem persóna Brando notar smjör til þess að hann eigi auðveldara með að nauðga stúlkunni. Í viðtalinu frá árinu 2013 segir Bertolucci að hann og Brando hafi fengið hugmyndina að atriðinu yfir morgunmatnum daginn áður en það var tekið upp. Hann hafi hins vegar ákveðið að segja Schneider ekki frá því. „Ég kom hræðilega fram við Mariu því ég sagði henni ekki hvað væri í gangi,“ sagði Bertolucci. „Ég vildi ekki að hún myndi leika niðurlæginguna og reiðina. Ég vildi að hún fyndi til, ekki að hún myndi leika, heldur að hún fyndi fyrir niðurlægingunni og reiðinni. Síðan hataði hún mig það sem eftir var ævinnar.“ Schneider lést árið 2011 en hún ræddi atriðið á sínum tíma í viðtali við Daily Mail. Þar sagði hún að henni hafi fundist hún niðurlægð. „Og ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér smá eins og mér hefði verið nauðgað, bæði af Marlon og Bertolucci. Eftir atriðið þá huggaði Marlon mig ekki eða baðst afsökunar og sem betur fer var bara ein taka.“ Viðtalið við Bertolucci má sjá hér að neðan. Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Eitt umdeildasta nauðgunaratriði í sögu Hollywood, svokallað smjöratriði úr mynd ítalska leikstjórans Bernardo Bertolucci, Last Tango in Paris, var í raun nauðgun þar sem leikkonan, Maria Schneider, vissi ekki hvernig atriðið var þegar hún „lék“ í því á móti Marlon Brando. Leikstjórinn upplýsti um þetta í viðtali árið 2013 sem erlendir miðlar hafa greint frá undanfarna daga en Bertolucci segist ekki sjá eftir því að hafa gert atriðið á þennan hátt þó að hann sé með samviskubit yfir því. Last Tango in Paris var frumsýnd árið 1972. Schneider var aðeins 19 ára gömul þegar hún lék í myndinni en Brando 48 ára. Gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir frammistöðu Schneider og sagði Roger Ebert meðal annars að svo virtist sem Schneider væri ekki að leika heldur geislaði einfaldlega af henni. Það er að minnsta kosti ljóst að Schneider var ekki að leika í nauðgunaratriðinu þar sem persóna Brando notar smjör til þess að hann eigi auðveldara með að nauðga stúlkunni. Í viðtalinu frá árinu 2013 segir Bertolucci að hann og Brando hafi fengið hugmyndina að atriðinu yfir morgunmatnum daginn áður en það var tekið upp. Hann hafi hins vegar ákveðið að segja Schneider ekki frá því. „Ég kom hræðilega fram við Mariu því ég sagði henni ekki hvað væri í gangi,“ sagði Bertolucci. „Ég vildi ekki að hún myndi leika niðurlæginguna og reiðina. Ég vildi að hún fyndi til, ekki að hún myndi leika, heldur að hún fyndi fyrir niðurlægingunni og reiðinni. Síðan hataði hún mig það sem eftir var ævinnar.“ Schneider lést árið 2011 en hún ræddi atriðið á sínum tíma í viðtali við Daily Mail. Þar sagði hún að henni hafi fundist hún niðurlægð. „Og ef ég á að vera hreinskilin þá fannst mér smá eins og mér hefði verið nauðgað, bæði af Marlon og Bertolucci. Eftir atriðið þá huggaði Marlon mig ekki eða baðst afsökunar og sem betur fer var bara ein taka.“ Viðtalið við Bertolucci má sjá hér að neðan.
Mest lesið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira