Krefjast gagna frá MAST um öll alvarleg frávik í matvælaframleiðslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. desember 2016 12:00 Samtökin vilja fá upplýsingar um alvarleg frávik. Vísir/EPA Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu sem hún hefur gert athugasemdir við í eftirlitsstörfum sínum. Er óskað eftir upplýsingum aftur til 1. janúar 2008 en Neytendasamtökin og SVÞ telja að umfjöllun um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg ehf hafi leitt í ljós að MAST hafi alfarið brugðist eftirlitshlutverki sínu. Eggjaframleiðandinn blekkti neytendur með því að selja egg sín undir fána vistvænnar framleiðslu en ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. MAST gerði athugasemdir við framleiðsluna en lét neytendur ekki vita. Þetta gagnrýna samtökin tvö harðlega. „Með þögn sinni um málið hefur MAST vegið alvarlega að hagsmunum verslana og neytenda sem í skjóli núverandi fyrirkomulags treysta á faglega starfsemi þeirra aðila sem lögum samkvæmt hefur verið falið eftirlit með matvælaframleiðslu,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá Neytendasamtökunum og SVÞ. Segja þau að neytendur og verslanir séu í góðri trú um að matvæli standist allar kröfur á meðan engar athugasemdir berist frá eftirlitsaðila. MAST hafi brugðist þessu trausti með því að láta neytendur ekki vita um þær upplýsingar sem stofnunin bjó yfir vegna framleiðslu Brúneggja. „Að óbreyttu er nú uppi viðvarandi brestur í trausti hagsmunaaðila hvað varðar eftirlit með matvælaframleiðslu, sér í lagi þar sem MAST hefur heimilað afhendingu á matvælum til verslana og neytenda þrátt fyrir að,“ segir í tilkynningunni. Því fara samtökin þess á leit við MAST að stofnunin veiti þeim aðgang að upplýsingu um öll alvarleg frávik í innlendri matvælaframleiðslu sem gerðar hafa verið athugasemdir við frá 1. janúar 2008. „Telja Neytendasamtökin og SVÞ mikilvægt að afla þessara gagna enda hefur umfjöllun um eftirlit MAST leitt í ljós að réttur almennings til upplýsinga er verulega takmarkaður er viðkemur matvælaframleiðslu og frávikum frá kröfum sem gera verður til slíkrar framleiðslu.“ Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Neytendasamtökin og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu hafa sent Matvælastofnun (MAST) erindi þar sem óskað er eftir gögnum frá stofnuninni um öll alvarleg frávik í innlendri eftirlitsskyldri matvælaframleiðslu sem hún hefur gert athugasemdir við í eftirlitsstörfum sínum. Er óskað eftir upplýsingum aftur til 1. janúar 2008 en Neytendasamtökin og SVÞ telja að umfjöllun um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg ehf hafi leitt í ljós að MAST hafi alfarið brugðist eftirlitshlutverki sínu. Eggjaframleiðandinn blekkti neytendur með því að selja egg sín undir fána vistvænnar framleiðslu en ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. MAST gerði athugasemdir við framleiðsluna en lét neytendur ekki vita. Þetta gagnrýna samtökin tvö harðlega. „Með þögn sinni um málið hefur MAST vegið alvarlega að hagsmunum verslana og neytenda sem í skjóli núverandi fyrirkomulags treysta á faglega starfsemi þeirra aðila sem lögum samkvæmt hefur verið falið eftirlit með matvælaframleiðslu,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá Neytendasamtökunum og SVÞ. Segja þau að neytendur og verslanir séu í góðri trú um að matvæli standist allar kröfur á meðan engar athugasemdir berist frá eftirlitsaðila. MAST hafi brugðist þessu trausti með því að láta neytendur ekki vita um þær upplýsingar sem stofnunin bjó yfir vegna framleiðslu Brúneggja. „Að óbreyttu er nú uppi viðvarandi brestur í trausti hagsmunaaðila hvað varðar eftirlit með matvælaframleiðslu, sér í lagi þar sem MAST hefur heimilað afhendingu á matvælum til verslana og neytenda þrátt fyrir að,“ segir í tilkynningunni. Því fara samtökin þess á leit við MAST að stofnunin veiti þeim aðgang að upplýsingu um öll alvarleg frávik í innlendri matvælaframleiðslu sem gerðar hafa verið athugasemdir við frá 1. janúar 2008. „Telja Neytendasamtökin og SVÞ mikilvægt að afla þessara gagna enda hefur umfjöllun um eftirlit MAST leitt í ljós að réttur almennings til upplýsinga er verulega takmarkaður er viðkemur matvælaframleiðslu og frávikum frá kröfum sem gera verður til slíkrar framleiðslu.“
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Yfirstjórn Matvælastofnunar vildi ekki upplýsa neytendur í lok síðasta árs Hluti starfsmanna Matvælastofnunar vildi upplýsa neytendur um að ástandið hjá Brúneggjum í lok árs 2015. 1. desember 2016 17:34
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00