Rússneskir þingmenn saka FIFA 17 um „hommaáróður“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2016 15:00 Mynd/EA Sports Þingmenn Kommúnistaflokksins í Rússlandi hafa sent bréf til nokkurra stofnana sem koma að málefnum neytenda og fjölmiðla þar sem kvartað er yfir „hommaáróðri“ í FIFA 17. Þeir vilja að leiknum verði breytt eða sala hans verður takmörkuð eða bönnuð í Rússlandi. Þeir þingmenn sem hafa kvartað vitna í lög frá 2013 sem ætlað er að vernda börn gegn áróðri sem þessum sem geti „skaðað heilsu og þroska“ barna.Samkvæmt frétt Guardian snýr málið að stuðningi EA við átak gegn fordómum gegn LGBT-fólki í Englandi sem heitir Rainbow Laces. Spilarar geta öðlast ókeypis búninga í regnbogalitum í leiknum. Í fyrra lögðu þingmenn Kommúnistaflokksins frá lagafrumvarp sem myndi gera yfirvöldum Rússlands kleift að sekta eða fangelsa alla þá sem stigu fram og ræddu samkynhneigð sína opinberlega. Show your support, get your FREE Rainbow kit in FUT now! #RainbowLaces A photo posted by EA SPORTS FIFA (@easportsfifa) on Nov 26, 2016 at 3:30am PST Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið
Þingmenn Kommúnistaflokksins í Rússlandi hafa sent bréf til nokkurra stofnana sem koma að málefnum neytenda og fjölmiðla þar sem kvartað er yfir „hommaáróðri“ í FIFA 17. Þeir vilja að leiknum verði breytt eða sala hans verður takmörkuð eða bönnuð í Rússlandi. Þeir þingmenn sem hafa kvartað vitna í lög frá 2013 sem ætlað er að vernda börn gegn áróðri sem þessum sem geti „skaðað heilsu og þroska“ barna.Samkvæmt frétt Guardian snýr málið að stuðningi EA við átak gegn fordómum gegn LGBT-fólki í Englandi sem heitir Rainbow Laces. Spilarar geta öðlast ókeypis búninga í regnbogalitum í leiknum. Í fyrra lögðu þingmenn Kommúnistaflokksins frá lagafrumvarp sem myndi gera yfirvöldum Rússlands kleift að sekta eða fangelsa alla þá sem stigu fram og ræddu samkynhneigð sína opinberlega. Show your support, get your FREE Rainbow kit in FUT now! #RainbowLaces A photo posted by EA SPORTS FIFA (@easportsfifa) on Nov 26, 2016 at 3:30am PST
Leikjavísir Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið