Foo Fighters og The Prodigy koma fram á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 17:15 Búast má við mörg þúsund manns á hátíðinni 15. -18. júní næsta sumar. vísir/getty Stærsta tónlistarhátíð landsins Secret Solstice hefur farið ört stækkandi síðan hún var gangsett árið 2014. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynna í dag fyrstu tónlistaratriðin sem koma fram í Laugardalnum 15.-18. júní næstkomandi. Rokksveitin Foo Fighters er þar fremst á lista ásamt bresku raftónlistargoðsögnunum úr The Prodigy sem hefur verið ein vinsælasta rafsveit heims síðan á tíunda áratugnum. Einnig ber að nefna Richard Ashcroft, fyrrum forsprakka The Verve, Pharoahe Monch, Foreign Beggars, Dubfire, Novelist, Dusky og má vænta fleiri stjarna úr raftónlistarheiminum á borð við hústónlistarfrömuðinn Kerri Chandler sem snýr aftur til þess að spila á tónlistarhátíðinni í þriðja skiptið. Íslendingar eru nú ekki lítið þekktir fyrir sína eigin tónlistarsenu og eiga því að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni en þeir sem staðfest hafa komu sína eru meðal annars Högni, Úlfur Úlfur, Amabadama, Emmsjé Gauti, GKR, Tiny, Aron Can, KSF og Alvia Islandia. Að auki hafa virtar tónlistarútgáfur á borð við Circoloco, Anjunadeep, Crew Love, ATG og SCI+TEC staðfest komu sína ásamt sínum listamönnum til þess að spila undir miðnætursólinni. Einsog áður fer tónlistarhátíðin fram á sumarsólstöðunum helgina 15.-18. júní 2017 og mun því sólin ekki setjast á meðan á hátíðinni stendur. Þó þetta kunni að vera eðlislægt fyrir Íslendinga þá hefur þessi sérstaða hátíðarinnar orðið til þess að erlendir ferðamenn sækja hátíðina heim hvaðanæva úr veröldinni, ekki bara vegna tónlistarinnar heldur einnig vegna þessa magnaða náttúrufyrirbæris. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að þeir leggi ríka áherslu á umhverfismál og það er henni mikið mál að minnka kolefnisfótspor sitt til muna. „Er það því skipuleggjendum Secret Solstice mikill heiður að tilkynna að hátíðin hefur hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil annað árið í röð. Þetta er að miklu leyti að þakka þeirri ákvörðun Secret Solstice að knýja hátíðina með jarðhitarafmagni sem framleitt er á hátíðarsvæðinu sjálfu ásamt því að vega upp á móti losun kolefnis með því að notast einungis við svonefnda hybrid bíla frá Toyota á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Miðar á fjórðu tónlistarhátíð Secret Solstice eru þegar komnir í sölu og eru fáanlegir á vefsíðunum Tix.is og Eventbrite fyrir 17.900 krónur.Fyrsta nöfn tónlistaratriða Secret Solstice 2017 má sjá hér að neðan:Foo Fighters The Prodigy Richard Ashcroft Dubfire Pharoahe Monch Foreign Beggars Dusky Kerri Chandler Rhye Högni Kiasmos Úlfur Úlfur Soul Clap John Acquaviva Wolf + Lamb Amabadama Emmsjé Gauti Tania Vulcano Droog Yotto Novelist Soffía Björg Artwork Klose One Tiny BenSol Shades of Reykjavík GKR Aron Can Dave Lord Pusswhip Krysko & Greg Lord [UK] Hildur KSF Alvia Islandia SXSXSX Fox Train Safari Kilo Captain Syrup Marteinn Tónlist Tengdar fréttir Stór tilkynning frá Secret Solstice í dag Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum 15.-18. júní á næsta ári. 6. desember 2016 11:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Stærsta tónlistarhátíð landsins Secret Solstice hefur farið ört stækkandi síðan hún var gangsett árið 2014. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynna í dag fyrstu tónlistaratriðin sem koma fram í Laugardalnum 15.-18. júní næstkomandi. Rokksveitin Foo Fighters er þar fremst á lista ásamt bresku raftónlistargoðsögnunum úr The Prodigy sem hefur verið ein vinsælasta rafsveit heims síðan á tíunda áratugnum. Einnig ber að nefna Richard Ashcroft, fyrrum forsprakka The Verve, Pharoahe Monch, Foreign Beggars, Dubfire, Novelist, Dusky og má vænta fleiri stjarna úr raftónlistarheiminum á borð við hústónlistarfrömuðinn Kerri Chandler sem snýr aftur til þess að spila á tónlistarhátíðinni í þriðja skiptið. Íslendingar eru nú ekki lítið þekktir fyrir sína eigin tónlistarsenu og eiga því að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni en þeir sem staðfest hafa komu sína eru meðal annars Högni, Úlfur Úlfur, Amabadama, Emmsjé Gauti, GKR, Tiny, Aron Can, KSF og Alvia Islandia. Að auki hafa virtar tónlistarútgáfur á borð við Circoloco, Anjunadeep, Crew Love, ATG og SCI+TEC staðfest komu sína ásamt sínum listamönnum til þess að spila undir miðnætursólinni. Einsog áður fer tónlistarhátíðin fram á sumarsólstöðunum helgina 15.-18. júní 2017 og mun því sólin ekki setjast á meðan á hátíðinni stendur. Þó þetta kunni að vera eðlislægt fyrir Íslendinga þá hefur þessi sérstaða hátíðarinnar orðið til þess að erlendir ferðamenn sækja hátíðina heim hvaðanæva úr veröldinni, ekki bara vegna tónlistarinnar heldur einnig vegna þessa magnaða náttúrufyrirbæris. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að þeir leggi ríka áherslu á umhverfismál og það er henni mikið mál að minnka kolefnisfótspor sitt til muna. „Er það því skipuleggjendum Secret Solstice mikill heiður að tilkynna að hátíðin hefur hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil annað árið í röð. Þetta er að miklu leyti að þakka þeirri ákvörðun Secret Solstice að knýja hátíðina með jarðhitarafmagni sem framleitt er á hátíðarsvæðinu sjálfu ásamt því að vega upp á móti losun kolefnis með því að notast einungis við svonefnda hybrid bíla frá Toyota á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Miðar á fjórðu tónlistarhátíð Secret Solstice eru þegar komnir í sölu og eru fáanlegir á vefsíðunum Tix.is og Eventbrite fyrir 17.900 krónur.Fyrsta nöfn tónlistaratriða Secret Solstice 2017 má sjá hér að neðan:Foo Fighters The Prodigy Richard Ashcroft Dubfire Pharoahe Monch Foreign Beggars Dusky Kerri Chandler Rhye Högni Kiasmos Úlfur Úlfur Soul Clap John Acquaviva Wolf + Lamb Amabadama Emmsjé Gauti Tania Vulcano Droog Yotto Novelist Soffía Björg Artwork Klose One Tiny BenSol Shades of Reykjavík GKR Aron Can Dave Lord Pusswhip Krysko & Greg Lord [UK] Hildur KSF Alvia Islandia SXSXSX Fox Train Safari Kilo Captain Syrup Marteinn
Tónlist Tengdar fréttir Stór tilkynning frá Secret Solstice í dag Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum 15.-18. júní á næsta ári. 6. desember 2016 11:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Stór tilkynning frá Secret Solstice í dag Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum 15.-18. júní á næsta ári. 6. desember 2016 11:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög