Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, synti fyrst Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í dag í Windsor í Kanada.
Hrafnhildur setti Íslandsmet í sínu fyrsta sundi með því að koma í mark á 30.64 sekúndum. Hrafnhildur náði fimmtánda besta tímanuum í undanrásum og var næstsíðust inn í undanúrslitin.
Íslandsmet Hrafnhildar í 50 metra bringusundi var bæði frá árinu 2014 og 2015 en hún jafnaði ársgamalt met sitt þegar hún synti á 30,67 sekúndum í fyrra.
Hrafnhildur synti á annarri braut í sjöunda og síðasta riðli í undanrásum í 50 metra bringusundi kvenna. Hún náði sjötta besta tímanum í sínum riðli.
Fjórar sundkonur syntu undir 30 sekúndum í undanrásunum en hin jamaíska Alia Atkinson var með besta tímann eða 29,48 sekúndur. Finninn Jenna Laukkanen var með næstbesta tímann (29,71 sekúndur) og hin bandaríska Lilly King varð þriðja á 29,84 sekúndum.
Íslandsmet hjá Hrafnhildi í fyrsta sundi | Komst í undanúrslit
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn