Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Kristinn Þórarinsson tóku báðir þátt í undanrásum í 100 metra baksundi á fyrsta degi á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í dag í Windsor í Kanada.
Íslensku strákarnir voru í samliggjandi sætum alla leið, bæði í sínum riðli sem og í heildarstöðunni eftir að keppni í öllum riðlum lauk.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson ÍRB varð í 37. sæti í 100 metra baksundi en hann synti á 54,12 sekúndum. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni var sæti neðar en hann kom í mark á 54,43 sekúndum.
Davíð Hildiberg varð áttundi í sínum riðli en Kristinn níundi. Davíð Hildiberg (fæddur 1990) er sex árum eldri en Kristinn sem er fæddur árið1996.
Síðasti maður inn í undanúrslitin var Ísraelsmaðurinn David Gamburg sem synti á 51,61 sekúndum.
Íslandsmet Arnar Arnarsonar frá 14. desember 2003 er sund upp á 51,74 sekúndur en það hefði ekki dugað inn í undanúrslitin.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2018-10-22T153245.909Z-Manchester_City_FC_badge.svg.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/gracenote/4087.png)