Handbolti

Kristianstad þurfti ekki mikið á íslensku strákunum að halda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr, Ólafur og Gunnar Steinn í góðum gír á landsliðsæfingu.
Arnar Freyr, Ólafur og Gunnar Steinn í góðum gír á landsliðsæfingu. Vísir/Hanna
Kristianstad vann eins marks útisigur á IFK Skövde í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Kristianstad-lið steig þá stórt skref í átt að endurheimta toppsæti deildarinnar.  

Kristianstad vann leikinn 33-32, komst með því upp í annað sæti deildarinnar og er nú aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Alingsås HK.

Kristianstad hefur spilað einum leik færra en liðsmenn Alingsås og getur því komist upp að hlið þeirra á toppi deildarinnar.

Íslensku landsliðsmennirnir Ólafur Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson voru rólegir í þessum leik í kvöld og skoruðu saman eitt mark. Arnar Freyr klikkaði á eina skoti sínu í leiknum en Ólafur skoraði 1 mark úr 4 skotum. Gunnar Steinn Jónsson var ekki með í kvöld.

Ólafur hjálpaði samt meira til í sókninni því hann átti þrjár stoðsendingar á félaga sína.

Ólafur Guðmundsson hafði skorað 38 mörk í 10 leikjum fyrir leikinn í kvöld eða 3,8 að meðaltali. Hann var því talsvert frá meðalskori sínu í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×