Vísir mælist stærstur Tinni Sveinsson 6. desember 2016 21:15 Mörg mál vöktu athygli í síðustu viku. Vísir Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins samkvæmt nýjum topplista Gallup. Í síðustu viku reyndist íslenski notendafjöldinn einn sá mesti frá upphafi. Vísir mældist með ríflega 175 þúsund íslenska notendur á dag að meðaltali yfir vikuna, sem náði frá 28. nóvember til 4. desember. Virku dagana sóttu 186 þúsund notendur vefinn að meðaltali á dag og um helgina voru þeir 148 þúsund. Þá lásu einnig ríflega 30 þúsund erlendir notendur Vísi á dag. Nýr topplisti yfir aðsókn að stærstu vefmiðlum landsins birtist vikulega. Þennan mikla lesendafjölda má rekja til margra fréttamála sem dreifðu sér jafnt yfir vikuna. Lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í CrossFit, slæmur aðbúnaður hænsna hjá Brúneggjum, meint frelsissviptingarmál í Fellsmúla, landsliðsnefnd KSÍ og trúðafaraldur í Grafarvogi var meðal þess sem vakti mesta athygli lesenda. Næsti vefur á listanum er mbl.is með um 172 þúsund notendur á dag. Því næst kemur DV með 84 þúsund, RÚV með 70 þúsund og Já með 51 þúsund notenda á dag. Gallup heldur utan um mælinguna og er hægt að rýna nánar í tölurnar á síðunni topplistar.gallup.is. Á síðunni er einnig hægt að skoða dekkun þeirra netmiðla sem taka þátt í mælingunni eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum en þeim upplýsingum var nýlega bætt við. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis þar sem samtal við lesendur er einnig mjög virkt allan sólarhringinn. Fjölmiðlar Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira
Vísir er í fyrsta sæti yfir vinsælustu vefi landsins samkvæmt nýjum topplista Gallup. Í síðustu viku reyndist íslenski notendafjöldinn einn sá mesti frá upphafi. Vísir mældist með ríflega 175 þúsund íslenska notendur á dag að meðaltali yfir vikuna, sem náði frá 28. nóvember til 4. desember. Virku dagana sóttu 186 þúsund notendur vefinn að meðaltali á dag og um helgina voru þeir 148 þúsund. Þá lásu einnig ríflega 30 þúsund erlendir notendur Vísi á dag. Nýr topplisti yfir aðsókn að stærstu vefmiðlum landsins birtist vikulega. Þennan mikla lesendafjölda má rekja til margra fréttamála sem dreifðu sér jafnt yfir vikuna. Lyfjapróf á Íslandsmeistaramótinu í CrossFit, slæmur aðbúnaður hænsna hjá Brúneggjum, meint frelsissviptingarmál í Fellsmúla, landsliðsnefnd KSÍ og trúðafaraldur í Grafarvogi var meðal þess sem vakti mesta athygli lesenda. Næsti vefur á listanum er mbl.is með um 172 þúsund notendur á dag. Því næst kemur DV með 84 þúsund, RÚV með 70 þúsund og Já með 51 þúsund notenda á dag. Gallup heldur utan um mælinguna og er hægt að rýna nánar í tölurnar á síðunni topplistar.gallup.is. Á síðunni er einnig hægt að skoða dekkun þeirra netmiðla sem taka þátt í mælingunni eftir kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum en þeim upplýsingum var nýlega bætt við. Ritstjórn Vísis þakkar lesendum sínum kærlega fyrir heimsóknirnar undanfarnar vikur. Við tökum fagnandi við ábendingum, innsendum greinum og athugasemdum á ritstjórnarpóstinum okkar (ritstjorn@visir.is) og minnum á að nýjustu og helstu fréttir okkar eru birtar jafnóðum á Facebook-síðu Vísis þar sem samtal við lesendur er einnig mjög virkt allan sólarhringinn.
Fjölmiðlar Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Þjónustudagur Toyota Greiðsluáskorun Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Ókeypis trygging með öllum Hakkapeliita dekkjum frá Nokian Tyres Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Sjá meira