Frænkur fara ótroðnar slóðir í jólaskreytingum: Klósettburstar heilluðu Sigrúnu og Þórdísi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2016 10:45 Sigrún og Þórdís skemmta sér vel um hver einustu jól. „Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð. Jólafréttir Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð.
Jólafréttir Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira