Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. desember 2016 15:30 Þó svo Cyborg hafi verið veikburða þá gat hún fagnað sigri í annarri lotu. Hún hafði þó ekki orku í viðtöl. vísir/getty Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“ MMA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Cris Cyborg hefur útskýrt af hverju hún er búin að hafna tveimur titilbardögum í röð. Dana White, forseti UFC, hefur komið til móts við brasilísku bardagakonuna og stofnað nýjan þyngdarflokk sem að hentar henni. Kvennaflokkarnir eru tveir núna - strávigt og bantamvigt - en þeir flokkar eru of léttir fyrir Cyborg. Því er búið að stofna fjaðurvigtarflokk sem á að henta Cyborg og fleiri konum í MMA. Cyborg er búin að keppa tvisvar í UFC í hentivigtarbardögum. Síðast keppti hún í 63 kg flokki en sagðist aldrei ætla að gera það aftur. Niðurskurðurinn hefði einfaldlega verið of erfiður. Fjaðurvigtarflokkurinn er 54 kg flokkur. „Ég bauð henni titilbardaga i fjaðurvigtinni fyrir mánuði síðan. Hún hafði átta vikur til að undirbúa sig en sagðist ekki geta náð vigt. Þá bauð ég henni að berjast á UFC 208 í febrúar en hún hafnaði því líka,“ sagði White. Cyborg segir að síðasti niðurskurður hafi farið það illa með hana að hún þurfi að passa sig. Hún fékk þá næringarfræðing frá UFC. George Lockhart, til að hjálpa sér við niðurskurðinn og hún ætlar aldrei að vinna með honum aftur. „Ég dó næstum því í síðasta niðurskurði. Ég lá í baðkarinu að skera mig niður og hugsaði að ég myndi deyja í baðkarinu. Þetta var versti niðurskurður sem ég hef lent í um ævina,“ sagði Cyborg í ítarlegri yfirlýsingu.Cyborg í bardaganum gegn Linu Lansberg í september.vísir/getty„Næringarfræðingurinn, sem er starfsmaður UFC, stóð sig ekki vel í því að setja mig á pilluna sem átti að hjálpa mér. Ég naði samt vigt eftir að hafa misst 11 kíló á einni viku. Þá var ég í slæmu ástandi. Næringarfræðingurinn hvarf eftir bardagann og með honum mun ég aldrei aftur vinna.“ Cyborg segir að ástand sitt í síðasta bardaga hafi langt í frá verið eðlilegt. „Ég hitaði ekki upp í búningsklefanum eins og ég geri venjulega. Ég var of veikburða. Svo fór ég heim og var bara lasin. Mamma gaf mér te og ég sofnaði. Ég fer alltaf í blóðprufu eftir bardaga en þarna var ekki hægt að taka blóð úr mér. Það var of þykkt. Ég fór svo í 10 daga meðferð enda var ég fárveik.“ Cyborg hafði ekki einu sinni orku í að gefa viðtöl eftir bardagann. Hún ætlar að taka sér nægan tíma í undirbúning fyrir næsta bardaga. „Ég sagði við UFC að ég gæti keppt næst í mars. Þá skal ég berjast við hvern sem er. Ég þarf að hugsa um líkamann og svo er ég líka að glíma við þunglyndi. Ég þarf að hugsa um heilsuna og verð tilbúin í mars.“
MMA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira