Greint var frá valinu í morgunþætti NBC í morgun.
Tímaritið hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927, en sá verður fyrir valinu sem talinn er hafa haft mest áhrif á fréttir ársins, sama hvort það sé til góðs eða ills.
Angela Merkel Þýskalandskanslari var valin manneskja ársins á síðasta ári, en árið 2014 voru það þeir sem börðust gegn útbreiðslu ebóluveirunnar og Frans páfi árið 2013.
Aðrir þeir sem voru tilnefndir í ár voru:
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook
Beyoncé, poppstjarna
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata í ár
Vladimir Putin, forseti Rússlands
Uppljóstrararnir í Flint, Michigan sem sviptu hulunni af vatnsskorti í Flint og blýmagni í blóði barna í borginni
Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins UKIP
Simone Biles, fjórfaldur Ólympíugullverðlaunahafi í fimleikum
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Rannsakendur CRISPR erfðabreytinga
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands