Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í kvöld og þá kom endanlega í ljós hvaða sextán lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit keppninnar á mánudaginn kemur.
Liðin átta sem unnu sinn riðil verða í fyrsta styrkleikaflokki og mæta einu af liðunum í öðrum styrkleikaflokki en þar eru liðin sem enduðu í öðru sæti í sínum riðli. Lið frá sama landi geta þó ekki mæst í sextán liða úrslitunum.
Leicester City og Arsenal unnu bæði sinn riðil en það kemur þó ekki í veg fyrir að þeirra bíður hugsanlega mjög erfiður mótherji í sextán liða úrslitunum.
Arsenal mætir einu af þessum liðum: Benfica, Bayern München, Bayer Leverkusen, Real Madrid, Porto eða Sevilla.
Leicester City mætir einu af þessum liðum: Paris Saint-Germain, Benfica, Bayern München, Bayer Leverkusen, Real Madrid eða Sevilla.
Manchester City endaði í öðru sæti í sínum riðli og mætir einu af eftirtöldum liðum: Napoli, Atletico Madrid, Monakó, Borussia Dortmund eða Juventus.
Þessi átta lið unnu sinn riðil
Arsenal
Napoli
Barcelona
Atletico Madrid
Monakó
Borussia Dortmund
Leicester
Juventus
Þessi átta lið urðu í öðru sæti í sínum riðli
Paris St-Germain
Benfica
Manchester City
Bayern München
Bayer Leverkusen
Real Madrid
Porto
Sevilla
Þessum geta ensku liðin mætt í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
