Hinn eldfljóti Dion Acoff er á förum frá Þrótti og mun spila með Valsmönnum næsta sumar.
Þetta er staðfest á heimasíðu Þróttara í dag. Acoff er mjög öflugur leikmaður og ljóst að það yrði erfitt fyrir Þróttara að halda honum er liðið féll úr Pepsi-deildinni.
Leikamðurinn er 25 ára gamall og var búinn að spila tvö tímabil með Þrótturum. Alls lék hann 45 leiki fyrir Þrótt og skoraði í þeim leikjum níu mörk.
Fleiri lið sýndu þessum skemmtilega leikmanni áhuga en Valur hafði betur í baráttunni um Acoff.
Acoff á leiðinni til Vals
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti

Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti




„Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“
Íslenski boltinn

„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“
Körfubolti

