Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Snærós Sindradóttir skrifar 9. desember 2016 07:15 Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu fjóra daga. Enn er þó langt í langt. Fundað verður áfram um helgina. Vísir/Eyþór Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira
Ekki verður strax af formlegum stjórnarmyndunarviðræðum þeirra fimm flokka sem rætt hafa saman óformlega, eins og áætlanir stóðu til. Flokkarnir eru ekki komnir nógu nálægt hver öðrum málefnalega til að hægt sé að hefja stjórnarmyndunarviðræður en munu halda áfram að funda fram yfir helgina í þeirri von að hægt sé að ná lendingu um stærstu málaflokkana. Flokkarnir fimm, Píratar, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylking hafa rætt óformlega saman frá vikubyrjun en Píratar fengu stjórnarmyndunarumboðið fyrir viku síðan. Flokkarnir tóku frí um síðustu helgi og hófu að funda að henni lokinni. Umræða um tekjuöflun ríkisins hófst seint á miðvikudag og var framhaldið í gær. Þeir fundarmenn sem Fréttablaðið ræddi við upplifa að eitthvað hafi þokast frá því upp úr slitnaði í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undir stjórn Vinstri grænna. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að töluvert vantraust ríki á milli flokkanna í viðræðunum, þá sérstaklega á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Vinstri græn óttast eftir sem áður að Viðreisn sé ekki í stjórnarmyndunarviðræðunum af fullum heilindum og að á hverri stundu muni upp slitna upp úr viðræðunum. Vantraustið sem ríki hafi jafnvel dýpkað frá fyrri stjórnarmyndunarviðræðum og sé hamlandi í viðræðunum.Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, blæs þó á þessar sögusagnir. „Mér þykja fundirnir hafa batnað eftir því sem þeir hafa orðið fleiri. Við erum að færast eitthvað nær en auðvitað eru flokkarnir að koma úr sitthvorri áttinni eins og var vitað fyrirfram. Mér finnst þetta vera gagnlegt. Það eru allir að vinna þetta af fullri alvöru. Ef við teldum þetta tilgangslaust þá værum við ekkert að þessu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur undir að fundirnir hafi verið gagnlegir. „Við höfum verið að ræða málin sem við leggjum mesta áherslu á sem er uppbygging í innviðum og ekki síst í heilbrigðis- og menntamálum en það er ekki komin niðurstaða í þau mál.“ Í gær stóð til að ræða landbúnaðar- og sjávarútvegsmál en á meðan Viðreisn leggur áherslu á uppboð á litlum hluta aflaheimilda vilja Vinstri græn frekar hækka veiðigjald. Mestur tími fór engu að síður í ríkisfjármálin en Vinstri græn standa fast á því að ráðast þurfi í tekjuöflun fyrir ríkið til að geta aukið fé til innviða, menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins. Ríkissjóður eins og hann stendur núna nái ekki utan um þau útgjöld sem vilji sé til að ráðast í. Eins og áður hefur komið fram standa skattahækkunarhugmyndir VG í Viðreisn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að stuðningur Pírata og Samfylkingar við skattahugmyndir VG sé lítill þótt hugmyndirnar hafi enn ekki mætt andstöðu af fullri alvöru. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Sjá meira