Handbolti

Hollensku stelpurnar komu til baka í seinni og unnu Frakka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollensku stelpurnar fagna hér sigri í kvöld.
Hollensku stelpurnar fagna hér sigri í kvöld. Vísir/AFP
Lið Hollands og Svíþjóðar komu til baka í leikjum sínum í lokaumferð riðlakeppni EM kvenna í handbolta í kvöld. Hollenska liðið koma til baka og vann sinn leik en þær sænsku gerðu jafntefli.

Svíar, sem eru á heimavelli, töpuðu óvænt á móti Slóveníu í síðasta leik, en voru engu að síður komnir áfram eftir að Spánn rassskellti slóvenska liðið fyrr í kvöld.

Holland vann eins marks sigur á Frakklandi, 18-17, eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 7-12. Hollenska liðið tapaði fyrsta leiknum á móti Þýskalandi en hefur síðan unnið tvo leiki í röð.

Þýskaland, Frakkland og Holland fóru öll áfram í milliriðil en þau fengu öll fjögur stig. Pólland er stigalaust á botninum og á leiðinni heim af EM.

Svíar voru þremur mörkum undir í hálfleik á móti Serbum, 15-18, en náðu að tryggja sér 30-30 jafntefli í lokin.

Serbar fengu fimm stig og unnu riðilinn, Svíar urðu í 2. sæti með 3 stig og Spánverjar fara áfram á 30-18 sigri á Slóveníu fyrr í dag. Slóvenar unnu Svía en eru samt á leiðinni heim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×