Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmet sitt í 100 metra bringusundi í undanrásum á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada.
Hrafnhildur náði fjórtánda besta tímanum í undanrásum og komst þar með í sitt þriðja undanúrslitasund á mótinu. Hún var líka í undanúrslitum í 50 metra bringusundi og 100 metra fjórsundi.
Hrafnhildur kom í mark á 1:06,12 mín. í sundinu í dag og bætti sitt eigið frá árinu 2015 um 6 hundraðshluta úr sekúndu. Gamla metið hennar var 1:06,12 mín. frá 13. nóvember 2015.
Þetta er fjórða Íslandsmet Hrafnhildar á mótinu en hún setti einnig tvö Íslandsmet í 50 metra bringusundi og eitt Íslandsmet í 100 metra fjórsundi.
Hrafnhildur hefur þar með sett Íslandsmet í öllum þremur greinunum sem hún hefur keppt í á þessu móti og hefur einnig komist áfram í þeim öllum.
Undanúrslitasundið fer fram í nótt klukkan rúmlega eitt að íslenskum tíma eða klukkan 20.09 að staðartíma í Kanada.
Hrafnhildur með sitt fjórða Íslandsmet á HM í sundi | Komst í undanúrslit

Tengdar fréttir

Hrafnhildur og Bryndís báðar í undanúrslit | Svona gekk þetta fyrir sig á HM í dag
Ísland á tvær sundkonur í úrslitahluta dagsins á HM í sundi í Windsor í Kanada en þriðji dagur mótsins er í dag. Úrslitahlutinn fer fram í nótt að íslenskum tíma.

Hrafnhildur aftur í undanúrslit
Keppir í nótt í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í Kanada.

Íslandsmet hjá Hrafnhildi í fyrsta sundi | Komst í undanúrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona úr SH, synti fyrst Íslendinga á Heimsmeistaramótinu í 25 metra laug sem hófst í dag í Windsor í Kanada.

Nýtt Íslandsmet dugði Hrafnhildi ekki til að komast í úrslit
Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet í undanúrslitum í 100 metra fjórsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í kvöld.

Annað Íslandsmet hjá Hrafnhildi
Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti Íslandsmetið í 50 metra bringusundi öðru sinni á HM í 25 metra laug í nótt.