Lífræn ræktun gæti skaðast Svavar Hávarðsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Hænur Nesbúeggja í lífræna búinu að Miklholtshelli II hafa yfirbyggðan vetrargarð til umráða. Fréttablaðið/Anton „Það hefur verið vandamál að fólk leggur þetta að jöfnu, og hefur ekki gert greinarmun á því sem er kallað vistvænt og þess sem er lífrænt. Himinn og haf er þó á milli,“ segir Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. Hún telur að ekki sé hægt að útiloka að umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið Brúnegg geti haft neikvæð áhrif á þau fyrirtæki sem framleiða lífræna vöru þar sem almenningur hafi ekki alltaf skýra mynd af því hvað er hvað. Slíkt væri hins vegar mjög ómaklegt. Eins og alþjóð veit fjallaði Kastljós á mánudagskvöld um fyrirtækið Brúnegg ehf. og samskipti þess við Matvælastofnun. Umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að um árabil hefur fyrirtækið blekkt neytendur með sölu á eggjum undir merkjum vistvænnar framleiðslu á sama tíma og aðbúnaður dýranna var með öllu óásættanlegur, að því er gögn Matvælastofnunar sýna mörg ár aftur í tímann. Rannveig Guðleifsdóttir „Það er ekki hægt að kalla þetta vistvæna vottun, þegar engin vottun er að baki. Það er því sáralítið eða ekkert að baki þessari vottun þar sem enginn vaktaði að farið væri eftir reglum,“ segir Rannveig og minnir á að reglugerð um vistvæna vottun var felld úr gildi í fyrra, enda hafði ekki verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hana höfðu fengið. Reglugerðin var reyndar merkingarlaus, og hafði verið það lengi eins og Fréttablaðið fjallaði um ítarlega sumarið 2014. Sú umfjöllun ýtti við kerfinu og vinna innan ráðuneytisins hófst við að endurskoða málið – þar sem niðurstaðan var að fella reglugerðina úr gildi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, sagði á þeim tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu vottunina áfram þrátt fyrir að reglugerðarinnar nyti ekki lengur við. Rannveig treystir sér ekki til að meta hvort algengt sé að íslenskir framleiðendur haldi vistvænni framleiðslu á lofti – án innistæðu. Hins vegar séu þeir sem hafa vottun um lífræna framleiðslu undir ströngu eftirliti þar sem sýna þarf fram á að farið sé eftir ströngum reglum. Vottunarstofan Tún sé svo aftur undir alþjóðlegu eftirliti og allt byggi ferlið á regluverki frá Evrópusambandinu. Rannveig staðfestir að eini stóri lífræni eggjaframleiðandinn, Nesbú, hafi aldrei fengið athugasemdir frá vottunarstofunni, sem sé óvenjulegt því oftast sé um einhver atriði að ræða sem þarf að laga. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja, segir að fyrirspurnum hafi rignt yfir fyrirtækið í gærmorgun vegna umfjöllunar Kastljóss. Spurt er um hvort eitthvað sé að marka vottun um lífræna framleiðslu. Spurður um hvort umfjöllunin geti skaðað lífræna framleiðendur vegna misskilnings sem gætir um ólíkar vottanir segir Stefán Már að slíkt sé erfitt að meta. Hins vegar útiloki hann ekki að sitt fyrirtæki hafi misst viðskipti til fyrirtækis eins og Brúneggja þar sem vistvænni framleiðslu var haldið á lofti. „Það kemur þá í ljós núna sannleikurinn í þessu máli, en hugmyndin að baki vistvænni framleiðslu var mjög góð. En apparatið til að hafa eftirlit með þessu brást. Þetta varð aldrei neitt neitt, og svo fóru menn einfaldlega bara að sækja vottunarstimpilinn á netið,“ segir Stefán sem umbeðinn veitti heimild strax til að Fréttablaðið fengi að mynda í húsum fyrirtækisins. Fram kom í frétt RÚV í gær að Nesbú kaupir um eitt tonn á viku af annars flokks eggjum frá Brúneggjum. Stefán segir þar að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði hætt eftir umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld. Eggin eru seld til fyrirtækja og bakaría, en fara ekki á almennan markað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Það hefur verið vandamál að fólk leggur þetta að jöfnu, og hefur ekki gert greinarmun á því sem er kallað vistvænt og þess sem er lífrænt. Himinn og haf er þó á milli,“ segir Rannveig Guðleifsdóttir, verkefnastjóri hjá Vottunarstofunni Túni. Hún telur að ekki sé hægt að útiloka að umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið Brúnegg geti haft neikvæð áhrif á þau fyrirtæki sem framleiða lífræna vöru þar sem almenningur hafi ekki alltaf skýra mynd af því hvað er hvað. Slíkt væri hins vegar mjög ómaklegt. Eins og alþjóð veit fjallaði Kastljós á mánudagskvöld um fyrirtækið Brúnegg ehf. og samskipti þess við Matvælastofnun. Umfjöllun Kastljóss leiddi í ljós að um árabil hefur fyrirtækið blekkt neytendur með sölu á eggjum undir merkjum vistvænnar framleiðslu á sama tíma og aðbúnaður dýranna var með öllu óásættanlegur, að því er gögn Matvælastofnunar sýna mörg ár aftur í tímann. Rannveig Guðleifsdóttir „Það er ekki hægt að kalla þetta vistvæna vottun, þegar engin vottun er að baki. Það er því sáralítið eða ekkert að baki þessari vottun þar sem enginn vaktaði að farið væri eftir reglum,“ segir Rannveig og minnir á að reglugerð um vistvæna vottun var felld úr gildi í fyrra, enda hafði ekki verið reglubundið eftirlit með þeim aðilum sem hana höfðu fengið. Reglugerðin var reyndar merkingarlaus, og hafði verið það lengi eins og Fréttablaðið fjallaði um ítarlega sumarið 2014. Sú umfjöllun ýtti við kerfinu og vinna innan ráðuneytisins hófst við að endurskoða málið – þar sem niðurstaðan var að fella reglugerðina úr gildi. Þáverandi landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, sagði á þeim tíma að ekkert væri því til fyrirstöðu að framleiðendur notuðu vottunina áfram þrátt fyrir að reglugerðarinnar nyti ekki lengur við. Rannveig treystir sér ekki til að meta hvort algengt sé að íslenskir framleiðendur haldi vistvænni framleiðslu á lofti – án innistæðu. Hins vegar séu þeir sem hafa vottun um lífræna framleiðslu undir ströngu eftirliti þar sem sýna þarf fram á að farið sé eftir ströngum reglum. Vottunarstofan Tún sé svo aftur undir alþjóðlegu eftirliti og allt byggi ferlið á regluverki frá Evrópusambandinu. Rannveig staðfestir að eini stóri lífræni eggjaframleiðandinn, Nesbú, hafi aldrei fengið athugasemdir frá vottunarstofunni, sem sé óvenjulegt því oftast sé um einhver atriði að ræða sem þarf að laga. Stefán Már Símonarson, framkvæmdastjóri Nesbúeggja, segir að fyrirspurnum hafi rignt yfir fyrirtækið í gærmorgun vegna umfjöllunar Kastljóss. Spurt er um hvort eitthvað sé að marka vottun um lífræna framleiðslu. Spurður um hvort umfjöllunin geti skaðað lífræna framleiðendur vegna misskilnings sem gætir um ólíkar vottanir segir Stefán Már að slíkt sé erfitt að meta. Hins vegar útiloki hann ekki að sitt fyrirtæki hafi misst viðskipti til fyrirtækis eins og Brúneggja þar sem vistvænni framleiðslu var haldið á lofti. „Það kemur þá í ljós núna sannleikurinn í þessu máli, en hugmyndin að baki vistvænni framleiðslu var mjög góð. En apparatið til að hafa eftirlit með þessu brást. Þetta varð aldrei neitt neitt, og svo fóru menn einfaldlega bara að sækja vottunarstimpilinn á netið,“ segir Stefán sem umbeðinn veitti heimild strax til að Fréttablaðið fengi að mynda í húsum fyrirtækisins. Fram kom í frétt RÚV í gær að Nesbú kaupir um eitt tonn á viku af annars flokks eggjum frá Brúneggjum. Stefán segir þar að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort því verði hætt eftir umfjöllun Kastljóss á mánudagskvöld. Eggin eru seld til fyrirtækja og bakaría, en fara ekki á almennan markað. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira