Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2016 13:00 Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan. Jólafréttir Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Notalegt er nýtt jólalag með Sigurði Guðmundssyni og Sigríði Thorlacius. Lagið er hluti af hefð sem hefur skapast í kringum árlega Hátíðartónleika Sigurðar og Sigríðar í Hörpu, sem fara nú fram í þriðja sinn þann 20. desember næstkomandi. Áður hafa komið út lögin Hjarta mitt og Freistingar en bæði lögin nutu mikilla vinsælda. Notalegt er lag sem sannarlega stendur undir nafni og myndbandið, teiknað af Rán Flygenring, klæðir lagið í hinn notalegasta búning. Lag og texti er eftir Sigurð Guðmundsson sjálfan. Sigríður segir að lagið hafi fengið sitt eigið líf í stúdíóinu og orðið stærra en áætlað var. „Við fórum bara í stúdíóið og ætluðum að gera eitthvað lítið og sætt með bara píanó og söng. Áður en við vissum af var útsetningin orðin miklu stærri og við farin að taka upp strengi og með því.“ Sigríður segir jafnframt að í kjölfarið hafi þau viljað að gera laginu enn hærra undir höfði með viðeigandi myndbandi. „Við höfðum því samband við Rán sem leist strax vel á lagið og hugmyndir okkar. Hún skilaði síðan af sér þessu yndislega myndbandi sem okkur finnst passa fullkomnlega við lagið.“ „Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara."Lagið og myndbandið er að finna í spilaranum að ofan.
Jólafréttir Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira