Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 14:52 Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. Mynd/Steinar B. Aðalbjörnsson Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eggjaklessur blöstu við starfsmanni Matís í morgun þegar hann var að taka aðalinnganginn úr lás. Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun og segir það algengt að fólk rugli saman Matís og MAST. „Það var manneskja sem mætti rétt fyrir átta sem opnar hurðina, aðalinnganginn, tekur hann úr lás og þá blasti þetta við þarna að mestu leyti á stéttinni fyrir framan en það slettist aðeins upp á glerhurðina. Þetta var ekki mikið,“ segir Steinar í samtali við Vísi. Voru þetta brúnegg? „Þau voru allavega brún á litinn, ég veit ekki hvaðan þau komu en þau voru brún á litinn.“ Matís hefur undanfarið reynt að skilja á milli Matís, Matvís og Matvælastofnunnar sem oft er skammstöfuð MAST. „Við höfum náttúrulega fundið fyrir þessu í gegnum tíðina að fólk sé að rugla okkur ansi mikið saman. Við höfum fengið skammir frá fólki sem hefur til dæmis átt erindi til matvælastofnunar útaf einhverjum málum, það hefur ekki verið sátt. Þá hefur fólk kannski verið að skamma okkur á samfélagsmiðlum eða eitthvað slíkt.“ Matís er opinbert hlutafélag sem sinnir fjölbreyttu rannsókna- þjónustu- og nýsköpunarstarfi í matvæla- og líftækniiðnaði. Matvælastofnun (MAST) er ríkisstofnun sem sinnir meðal annars stjórnsýslu og eftirliti og samræmir starfsemi heilbrigðiseftirlitsins á landsvísu. Matvís eru svo félagasamtök iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum. „Þó við snúumst kannski öll í kringum matvælin að einhverju leyti þá erum við þrjár ólíkar einingar. Það sem flækir málin svo er að við sinnum ákveðinni þjónustu fyrir Matvælastofnun. Við rannsökum sýni sem þau koma með til okkar og þá eru þau viðskiptavinir eins og hver annar,“ segir Steinar.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22 Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Stærstu eggjaframleiðendur landsins: Matvælastofnun brást ábyrgðarhlutverki sínu Tveir stærstu eggjaframleiðendur landsins, Nesbú og Stjörnuegg, segja umfjöllun Kastljóss um Brúnegg hafa verið algjört reiðarslag. 29. nóvember 2016 12:22
Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. 29. nóvember 2016 10:30
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28