Fótbolti

Jafnt í borgarslagnum í Mílanó | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Suso skoraði bæði mörk AC Milan í kvöld.
Suso skoraði bæði mörk AC Milan í kvöld. Vísir/Getty
Króatíski kantmaðurinn Ivan Perisic bjargaði stigi fyrir Inter í 2-2 jafntefli gegn AC Milan í borgaraslagnum í Mílanó en það þýðir að Juventus er komið með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.

Spænski miðjumaðurinn Suso kom AC Milan yfir í tvígang en ítalski miðjumaðurinn Antonio Candreva jafnaði metin á milli marka Suso.

Perisic náði að jafna metin á 92. mínútu en með jafnteflinu lyfti Inter sér upp í níunda sæti deildarinnar á meðan AC Milan komst upp að hlið Roma í 3. sæti.

Roma missteig sig sömuleiðis í dag á útivelli gegn Atalanta en leiknum lauk með 2-1 sigri Atalanta. Sigurmarkið kom á 90. mínútu en þetta var fyrsta tap Roma í tæpa tvo mánuði.

Þá vann Fiorentina 4-0 sigur á útivelli en Lazio lenti í engum vandræðum gegn Genoa á heimavelli.

Úrslit dagsins:

Sampdoria 3-2 Sassuolo

Atalanta 2-1 AS Roma

Bologna 3-1 Palermo

Crotone 0-2 Torino

Empoli 0-4 Fiorentina

Lazio 3-1 Genoa

AC Milan 2-2 Inter




Fleiri fréttir

Sjá meira


×