Justin Bieber heldur tónleika í Sant Jordi körfuboltahöllinni annað kvöld. Hann notaði tækifærið af því að hann var í borginni og skellti sér á æfingu með Barcelona-liðinu.
Bieber er góður vinur brasilíska fótboltamannsins Neymar en þeir kynntust í Bandaríkjunum. Bieber segist ennfremur vera mikill stuðningsmaður Barcelona-liðsins.
Svo góðir vinir eru þeir Bieber og Neymar að Neymar fékk að gista hjá söngvaranum þegar hann var í Bandaríkjunum í sumar.
Justin Bieber skellti sér í markið á æfingunni og fékk að reyna við nokkur skot frá bæði Neymar og Rafinha, sem hann þekkir vel líka.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Justin Bieber heimsækir æfingu hjá Barcelona en hann kom einnig á æfingu liðsins áirð 2011.
Neymar náði ekki að skora um helgina og pirringurinn sást langar leiðir. Hann var hinsvegar í mjög góðu skapi þegar Bieber leit við í morgun.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af heimsókninni hjá Justin Bieber en Neymar setti fullt af myndum inn á Instagram síðuna sína.