Dave Chappelle og Netflix í eina sæng Anton Egilsson skrifar 21. nóvember 2016 20:59 Dave Chappelle snýr aftur á skjáinn. Vísir/GETTY Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar. Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Aðdáendur Dave Chappelle geta nú beðið spenntur en bandaríska streymiþjónustan Netflix hefur nú tilkynnt um endurkomu uppistandarans á sjónvarpsskjáinn. Greint er frá því á Variety að sérstakir uppistandsþættir með Chappelle, sem verða þrír talsins, muni líta dagsins ljós á Netflix á næsta ári en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir. Chappelle sem er 43 ára sló fyrst í gegn í byrjun tíunda áratugarins og lék hann til að mynda í kvikmyndum á borð við The Nutty Professor, Con Air, Half Baked og Undercover Brother. Hann er þekktastur fyrir grínþætti sína Chappelle's Show sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Lokaþáttur Chappelle’s Show fór í loftið árið 2006 en Chappelle hafnaði samningi sem hljóðaði upp á 55 milljónir Bandaríkjadali eða því sem samsvarar rúmlega sjö milljarða íslenskra króna fyrir að halda áfram með þáttinn. Hann ákvað þess í stað að flytjast búferlum til Suður Afríku og hefur lítið sem ekkert verið í sviðsjósinu síðan þá. Netflix hafa að undanförnu lagt mikið kapp á að hasla sér völl á sviði uppistands en fyrir skömmu gerðu þeir samning við Chris Rock um gerð uppistandsþátta sem hljóðaði upp á hvorki meira né minna en 40 milljónir dollara. Með nýlönduðum samningi við Chappelle hefur Netflix því styrkt stöðu sína enn frekar.
Netflix Tengdar fréttir Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50 Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
Dave Chappelle á landinu: Borðaði á Kol og drakk á Kalda Bandaríski grínistinn Dave Chappelle og leikkonan Tessa Thompson eru stödd saman á landinu en þau snæddu á veitingastaðnum Kol í gærkvöldi. 20. maí 2015 20:50