Vill gerast atvinnumaður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Systur með fimmtán gullverðlaun Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gústafsdætur voru afar sigursælar á Íslandsmeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram um helgina. Þær hafa báðar tryggt sér keppnisrétt á HM í 25 m laug sem fer fram í Kanada í næsta mánuði. vísir/ernir Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“ Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir ætlar að byggja sig upp fyrir Ólympíuleikana í Tókýó sem atvinnumaður í sundi í Evrópu, fremur en að þekkjast boð um námsstyrk í Bandaríkjunum. Þetta staðfesti hún í samtali við Fréttablaðið. „Það er svo margt sem spilaði inn í þessa ákvörðun. En í grunninn tel ég að það hafi ekki verið rétti kosturinn fyrir mig að fara til Bandaríkjanna. Ég tel betra að finna mér stað í Evrópu þar sem ég get einbeitt mér algerlega að sundinu,“ segir Eygló Ósk, sem var valin íþróttamaður ársins í fyrra. Eygló Ósk er 21 árs og hefur verið að fá boð frá bandarískum háskólum í fimm ár. „Ég hef fengið ótal tölvupósta frá hinum ýmsu háskólum,“ segir hún. „En það lá alltaf fyrir hjá mér að klára menntaskólann á Íslandi fyrst. Það kom svo til greina hjá mér að fara til Bandaríkjanna eftir það en ég ákvað að það væri ekki fyrir mig.“Eygló ætlar að gerast atvinnumaður.vísir/ernirByrja á fullu í janúar Eygló Ósk hefur tekið því rólega síðan hún keppti á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. Þar komst hún í úrslit í 200 m baksundi og hafði þar með betur í samkeppni við marga fyrrverandi heims- og Ólympíumeistara. En þrátt fyrir að hafa tekið því rólega, ætlar hún ekki að slá slöku við. „Í janúar byrja ég að æfa á fullu og mun ekki hætta fyrr en að Ólympíuleikunum í Tókýó kemur. Ég hef enn rosalega mikinn metnað fyrir því sem ég vil gera en það er líka nauðsynlegt að taka sér hlé þegar tækifæri gefst, ekki síst fyrir andlegu hliðina,“ bætir hún við. Þess ber þó að geta að þrátt fyrir að hafa haft hægt um sig hefur hún æft daglega í sundlauginni.Keppa um peningaverðlaun Næst á dagskrá er að finna sér vettvang þar sem hún verður næstu þrjú og hálfa árið. Í því skyni hefur hún verið að þreifa fyrir sér og prófaði í haust að vera í æfingabúðum í Frakklandi. „Ég dýrka þjálfarann minn á Íslandi og gæti vel hugsað mér að vera áfram hér, ef ég hefði líka stórt keppnislið á bak við mig. En fyrst svo er ekki verður maður að leita annað,“ útskýrir hún. „Fyrst og fremst vil ég finna mér góðan stað þar sem ég get einbeitt mér að sundi án þess að hafa áhyggjur af fjárhagslegu hliðinni. Það er hægt að finna sér keppnislið þar sem maður er á launum og keppa á mótum þar sem peningaverðlaun eru í boði,“ segir hún. „Ég er tilbúin að prófa allt þar sem góð tækifæri eru í boði. En ég ætla að flýta mér hægt og taka mér góðan tíma til að taka endanlega ákvörðun.“
Sund Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira