Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Snærós Sindradóttir skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00
Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01