Atli Viðar Björnsson skrifaði í dag undir nýjan eins árs samning við FH.
Atli Viðar, sem er 36 ára, hefur leikið með FH frá árinu 2001, ef frá er talið tímabilið 2007 þegar hann var í láni hjá Fjölni.
Atli Viðar hefur leikið 240 leiki fyrir FH í efstu deild og skorað 113 mörk. Hann er þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi.
Atli Viðar var markahæsti leikmaður FH á síðasta tímabili með sjö mörk í 17 leikjum í Pepsi-deildinni sem Fimleikafélagið vann annað árið í röð.
Atli Viðar hefur átta sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari.
Atli Viðar framlengir við FH
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





