Ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar Þorgeir Helgason skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fjórmenningarnir voru allir sýknaðir í fyrstu meðferð héraðsdóms en sá dómur var ómerktur af Hæstarétti þegar í ljós kom að einn dómaranna var vanhæfur. vísir/gva „Við gerðum ráð fyrir að það yrði sakfellt í þessu máli,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en hann segir of snemmt að segja til um hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur dæmdi í gær Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í eins árs fangelsi, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, í tveggja ára fangelsi, fyrir aðkomu þeirra að Aurum-málinu. Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Glitnis, voru sýknaðir í málinu. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik en Jón Ásgeir og Bjarni fyrir hlutdeild í umboðssvikunum. Málið snerist um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Lánið var veitt FS38 í júlí 2008 til þess að fjármagna kaup á 25,7 prósenta hlut í Aurum Holding Limited, af Fons hf. sem er einnig í eigu Pálma. Hluta lánsins, einum milljarði króna, var ráðstafað inn á persónulegan bankareikning Jóns Ásgeirs. Féð nýtti Jón Ásgeir meðal annars til þess að greiða niður 705 milljóna króna yfirdráttarheimild sína hjá Glitni. Héraðssaksóknari taldi að þar með hefði Jón Ásgeir fengið hlut í ávinningi af brotinu og notið hagnaðarins.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.vísir/anton brinkÞetta er í annað sinn sem kveðinn er upp héraðsdómur í Aurum-málinu. Í fyrri dóminum voru allir sakborningar sýknaðir en hann var ómerktur þegar í ljós kom að einn meðdómari málsins hafði verið vanhæfur til að fjalla um málið. Sverrir Ólafsson var fundinn vanhæfur þegar bent var á tengsl hans og Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu. Sverrir og Ólafur eru bræður. „Ég er ánægður fyrir hönd Bjarna og ég ætla að gera mér vonir um að nú eftir átta ár sé þessu máli lokið hvað hann varðar. Það hafa komið að þessu máli sex dómarar og þeir hafa allir sýknað hann,“ segir Helgi Sigurðsson, verjandi Bjarna Jóhannessonar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vera ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en hann er undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar. „Það er löngu ljóst, að sá tími er orðinn löngu óhóflegur sem Jón Ásgeir hefur þurft að standa frammi fyrir dómurum þessa lands,“ segir Gestur. Hann segir jafnframt að málsmeðferðin hafi ekki verið lögum samkvæmt og að gögnum hafi verið haldið frá í málinu. Hann muni fara með það mál lengra. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir að tekið hafi verið á öllum þessum atriðum í málflutningi og þessum ásökunum hafi verið mótmælt af ákæruvaldinu. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stímsmálsins í desember í fyrra en dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstarétar. Magnús Arnar var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna BK-44 málsins, en þeir hlutu þá dóma í desember í fyrra. Refsingar þeirra vegna Aurum-málsins koma sem hegningarauki við fyrrgreinda dóma.Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttar var sagt að Lárus Welding afplánaði nú fimm ára dóm sinn vegna Stím-málsins. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Aurum Holding málið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira
„Við gerðum ráð fyrir að það yrði sakfellt í þessu máli,“ segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en hann segir of snemmt að segja til um hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Héraðsdómur dæmdi í gær Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, í eins árs fangelsi, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis, í tveggja ára fangelsi, fyrir aðkomu þeirra að Aurum-málinu. Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri bankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Glitnis, voru sýknaðir í málinu. Lárus og Magnús voru ákærðir fyrir umboðssvik en Jón Ásgeir og Bjarni fyrir hlutdeild í umboðssvikunum. Málið snerist um sex milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins FS38, sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Lánið var veitt FS38 í júlí 2008 til þess að fjármagna kaup á 25,7 prósenta hlut í Aurum Holding Limited, af Fons hf. sem er einnig í eigu Pálma. Hluta lánsins, einum milljarði króna, var ráðstafað inn á persónulegan bankareikning Jóns Ásgeirs. Féð nýtti Jón Ásgeir meðal annars til þess að greiða niður 705 milljóna króna yfirdráttarheimild sína hjá Glitni. Héraðssaksóknari taldi að þar með hefði Jón Ásgeir fengið hlut í ávinningi af brotinu og notið hagnaðarins.Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.vísir/anton brinkÞetta er í annað sinn sem kveðinn er upp héraðsdómur í Aurum-málinu. Í fyrri dóminum voru allir sakborningar sýknaðir en hann var ómerktur þegar í ljós kom að einn meðdómari málsins hafði verið vanhæfur til að fjalla um málið. Sverrir Ólafsson var fundinn vanhæfur þegar bent var á tengsl hans og Ólafs Ólafssonar sem dæmdur var í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í Al-Thani-málinu. Sverrir og Ólafur eru bræður. „Ég er ánægður fyrir hönd Bjarna og ég ætla að gera mér vonir um að nú eftir átta ár sé þessu máli lokið hvað hann varðar. Það hafa komið að þessu máli sex dómarar og þeir hafa allir sýknað hann,“ segir Helgi Sigurðsson, verjandi Bjarna Jóhannessonar. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vera ánægður með sýknudóm Jóns Ásgeirs en hann er undrandi á sakfellingu Lárusar og Magnúsar. „Það er löngu ljóst, að sá tími er orðinn löngu óhóflegur sem Jón Ásgeir hefur þurft að standa frammi fyrir dómurum þessa lands,“ segir Gestur. Hann segir jafnframt að málsmeðferðin hafi ekki verið lögum samkvæmt og að gögnum hafi verið haldið frá í málinu. Hann muni fara með það mál lengra. Ólafur Þór héraðssaksóknari segir að tekið hafi verið á öllum þessum atriðum í málflutningi og þessum ásökunum hafi verið mótmælt af ákæruvaldinu. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Lárus var dæmdur í fimm ára fangelsi vegna Stímsmálsins í desember í fyrra en dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstarétar. Magnús Arnar var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna BK-44 málsins, en þeir hlutu þá dóma í desember í fyrra. Refsingar þeirra vegna Aurum-málsins koma sem hegningarauki við fyrrgreinda dóma.Athugasemd ritstjórnar Í fyrri útgáfu fréttar var sagt að Lárus Welding afplánaði nú fimm ára dóm sinn vegna Stím-málsins. Það hefur verið leiðrétt í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Aurum Holding málið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Sjá meira