Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 11:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33