Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 11:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna Vísir/Anton Brink Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafund á Bessastöðum rétt í þessu. Þegar hafa tveir formenn fengið umboð til myndunar ríkisstjórnar og hafa þeir báðir skilað því umboði til forseta. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skilaði umboðinu til forseta þann 15. nóvember síðastliðinn og hlaut Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, umboðið daginn eftir. Katrín sleit formlegum viðræðum fimm flokka í fyrradag og mætti á fund forseta í morgun þar sem hún skilaði umboðinu. „Í beinu framhaldi af þeim fundi ræddi ég í síma við formenn eða fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi um þá stöðu sem upp er komin. Um leið og ég aflaði upplýsinga um afstöðu þeirra til stjórnarmyndunar minnti ég á þá miklu ábyrgð, sem hvílir á þinginu, að sjá til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hefur misst þingmeirihluta og beðist lausnar,” sagði Guðni. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkanna hef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni. Fyrir slíku skrefi eru bæði hefð og gildar ástæður eins og málum er komið.” Guðni sagði að skynsamlegast væri að forystufólk á þingi kanni óformlega hvers konar samstarf sé mögulegt og að slíkar viðræður séu þegar hafnar. Þá áréttaði hann mikilvægi þess að stjórnmálamenn rísi undir þeirri ábyrgð sem er lögð á þeirra hendur og innti á þá nauðsyn ðað kalla þing saman. Hann telur jafnframt æskilegast að búið verði að mynda ríkisstjórn þegar þing kemur saman „Ég vænti þess að um helgina eða í byrjun næstu viku í síðasta lagi hafi línur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þessum stjórnarmyndunarviðræðum.” Guðni sagðist bjartsýnn á að óformlegar viðræður flokkanna muni skila árangri. „Ég er nýbúinn að tala við fulltrúa allra flokka og allir sannfærðu mig um það sem ég lagði brýna áherslu á, að það mætti ekki útiloka leiðir fyrirfram. Ég vildi ekki segja að nú væru þeir tímar liðnir en ég bað alla um að átta sig á þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og það tóku allir undir það að það væri í þeirra verkahring að hér væri starfhæf ríkisstjórn.“ Þá sagði hann að brýnt sé að þingið komi saman hið fyrsta. „Við kusum til þings fyrir tæpum mánuði og það segir sig sjálft að það þing þarf senn að koma saman. Við vitum það líka að það þarf að afgreiða fjárlög eða í það minnsta sjá til þess að það sé hægt að standa við skuldbindingar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00 Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Leiðir Katrínar lokaðar Útilokað er að Katrín Jakobsdóttir nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Framsóknarflokki í stað Viðreisnar ef marka má orð þingmanns Pírata. 25. nóvember 2016 07:00
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33