350 starfsmenn IKEA fá þrettánda mánuðinn greiddan Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 19:45 Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.” Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Rekstur IKEA hefur gengið vel undanfarin misseri sem hefur meðal annars skilað sér í lægra vöruverði. En nú ætlar fyrirtækið að gera vel við starfsfólkið og borga þeim bónus í formi þrettánda mánaðarins. „Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,” segir Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA. „Þá munum við greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt, þá fá þau líka að njóta góðs af velgengninni.” Fjóla Kristín, mannauðsstjóri IKEA.vísir/skjáskotÞrjú hundruð og fimmtíu manns vinna hjá IKEA og verður kostnaðurinn því um níutíu milljónir. Starfshópurinn er á öllum aldri og með mismikla reynslu og menntun. Mikið er af ungu fólki og námsmönnum og sjötíu útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Þetta er fólk sem er ekki beinlínis vant því að fá háa bónusa í starfi sínu og hafa viðbrögðin verið að vonum góð. „Þau eru aðeins að melta þetta og eru svolítið hissa. En jú, það er mjög mikil ánægja. Það er ekki hægt annað,“ segir Fjóla. Þeir sem hafa unnið í heilt ár í ágúst á næsta ári munu fá fullan bónus og þeir sem hafa unnið í hálft ár fá helminginn. Gerirðu ráð fyrir mörgum starfsumsóknum á næstunni? „Já ég geri ráð fyrir því ef þetta fer að spyrjast svona hratt út. Við vorum að tilkynna þetta fyrst í gær þannig að jú, örugglega.”
Tengdar fréttir Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15 Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Sextíu prósent veltuaukning á árinu Reykjavík Letterpress er eina hönnunarstofan á Íslandi sem gerir út á letterpress eða hæðarprentun. Framundan hjá fyrirtækinu er innkoma fjárfesta, flutningar og sala á erlendum markaði. 17. ágúst 2016 10:15
Ikea á Íslandi lækkar verð enn eitt árið en skilar á sama tíma methagnaði Lægra verð, hærri laun og methagnaður hjá eigendum. "Win, win,win,“ segir framkvæmdastjóri IKEA. 23. ágúst 2016 13:39