Íslendingur í haldi lögreglu í Flórída vegna gruns um morð Anton Egilsson skrifar 27. nóvember 2016 20:45 Magni Böðvar Þorvaldsson. Mynd: Jacksonville Sheriff'sOffice Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. Flórídafanginn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Hinn 42 ára gamli Magni Böðvar Þorvaldsson er í haldi lögreglunnar í Jacksonville í Flórida sökum gruns um morð. Rætt er um málið við unnustu Magna, Söru Hatt, í viðtali á Stundinni en hún segir hann saklausan af ásökununum. Magni hefur verið í haldi lögreglu í tíu daga en hann er grunaður um að hafa banað hinni 43 ára gömlu Sherry Prather árið 2012 en hún er sögð hafa látist af völdum skotvopns. Seinast sást til konunnar á lífi er hún yfirgaf næturklúbb ásamt Magna þann 12. október árið 2012. Í nóvember á sama ári fékk lögregla svo upplýsingar um líkfund í nálægi við Braddock Road í Jacksonville og reyndist líkið vera af Prather eftir nánari skoðun.Vísbendingar tveggja vitna ýttu undir grunMagni var yfirheyrður af lögreglu vegna málsins stuttu eftir að lík konunnar fannst en hún taldi ekki ástæðu til að halda honum að svo stöddu. Sagðist hann við yfirheyrslur hafa skutlað Prather heim eftir að þau yfirgáfu næturklúbbinn saman á mótorhjóli hans. Tvö vitni sem gáfu sig fram við lögreglu, annað árið 2014 og hitt á þessu ári, gáfu svo vísbendingar sem leiddu til þess að lögregla hafði Magna undir sterkum grun um að hafa framið morðið. First Coast News greinir frá þessu. Nú fjórum árum eftir líkfundinn hefur lögreglan handtekið Magna og ákært fyrir morðið á Prather. Verði hann fundinn sekur af morðinu á hann yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist.
Flórídafanginn Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira