Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. nóvember 2016 22:09 Kristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri Brúnegg ehf. Vísir/GVA Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunnar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. Áður hafði fyrirtækið jafnframt merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla þar tilgerð skilyrði. Þetta kemur fram í umfjöllun í Kastljósi í kvöld.Svo ammoníaksmettað loft að erfitt var að andaÍ umfjölluninni kemur fram Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við það hvernig farið var með hænur fyrirtækisins í júlí 2015 og krafist umbóta en í ljós kom að Brúnegg ehf. hafði ítrekað brotið lög um velferð dýra sem og reglugerðir um velferð alifugla. Þar hafi til að mynda loftræstingu fyrir fuglanna verið ábótavant á sama tíma og alltof margar hænur voru hafðar á hvern fermeter í húsum Brúneggs. Í útttekt Matvælastofnunar kemur fram að í einu húsanna hafi verið 13,4 hænur á fermetra á palli sem þýðir að raunþéttleikinn er 24,4 hænur per fermetra uppá palli. Leyfilegt er að hafa 9 fugla á fermetra þegar allt er opið. Þannig hefðu hænurnar þurft að dúsa í 10 daga og átt að vera í 7-10 daga í viðbót. Matvælastofnun krafðist því umbóta en fyrirtækið varð ekki við því. Í Kastljósi voru sýndar myndir og myndbönd sem sýndu skelfilegan aðbúnað dýranna, en þar kom fram að starfsmenn hefðu sett músaeitur á gólf í forrými þar sem egg væru geymd og að þar hefði einnig fundist dauð mús og lirfur á gólfi. Þá hefði loftið verið svo ammoníaksmettað að erfitt hefði verið að anda. Margt benti jafnframt til þess að fuglarnir hefðu fuglakóleru. Tafarlaust bann á dreifingu eggja og vörslusvipting fuglaÍ nóvember 2015 tók Matvælastofnun því ákvörðun um tafarlaust bann við dreifingu eggja á vegum Brúnegg.ehf og um vörslusviptingu fugla á búum fyrirtækisins. Eftir 77 daga af eftirfylgni og dagsektum sem námu um 2,6 milljónum króna gerði fyrirtækið loks úrbætur á aðstæðum sinna dýra en þurftu til þess að farga 14 þúsund fuglum. Vakna upp spurningar hvort Matvælastofnun hafi brugðist nógu fljótt við en ljóst er að stofnunin vissi frá því í júlí 2015 hvernig aðstæður fuglanna væru og aðhafðist ekkert fyrr en í nóvember sama ár. Framkvæmdastjóri Brúneggs ehf kannast ekki við slæmar aðstæður fuglannaKristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins vildi ekki meina að fuglar í eigu fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður og sagði að slíkt gæti vissulega komið fyrir en þá væri brugðist við því. Aðspurður hvort að merkingarnar hefðu gefið neytendum rétta mynd af aðbúnaði dýranna játaði Kristinn Gylfi og sagði svo vera í langflestum tilvikum. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði fyrir sagði hann að það stæði fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Kristinn sagðist standa við það að hlutir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við. Brúneggjamálið Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunnar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Ljóst er að hænur í eigu fyrirtækisins hafa búið við afar slæman aðbúnað. Áður hafði fyrirtækið jafnframt merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla þar tilgerð skilyrði. Þetta kemur fram í umfjöllun í Kastljósi í kvöld.Svo ammoníaksmettað loft að erfitt var að andaÍ umfjölluninni kemur fram Matvælastofnun hafi gert athugasemdir við það hvernig farið var með hænur fyrirtækisins í júlí 2015 og krafist umbóta en í ljós kom að Brúnegg ehf. hafði ítrekað brotið lög um velferð dýra sem og reglugerðir um velferð alifugla. Þar hafi til að mynda loftræstingu fyrir fuglanna verið ábótavant á sama tíma og alltof margar hænur voru hafðar á hvern fermeter í húsum Brúneggs. Í útttekt Matvælastofnunar kemur fram að í einu húsanna hafi verið 13,4 hænur á fermetra á palli sem þýðir að raunþéttleikinn er 24,4 hænur per fermetra uppá palli. Leyfilegt er að hafa 9 fugla á fermetra þegar allt er opið. Þannig hefðu hænurnar þurft að dúsa í 10 daga og átt að vera í 7-10 daga í viðbót. Matvælastofnun krafðist því umbóta en fyrirtækið varð ekki við því. Í Kastljósi voru sýndar myndir og myndbönd sem sýndu skelfilegan aðbúnað dýranna, en þar kom fram að starfsmenn hefðu sett músaeitur á gólf í forrými þar sem egg væru geymd og að þar hefði einnig fundist dauð mús og lirfur á gólfi. Þá hefði loftið verið svo ammoníaksmettað að erfitt hefði verið að anda. Margt benti jafnframt til þess að fuglarnir hefðu fuglakóleru. Tafarlaust bann á dreifingu eggja og vörslusvipting fuglaÍ nóvember 2015 tók Matvælastofnun því ákvörðun um tafarlaust bann við dreifingu eggja á vegum Brúnegg.ehf og um vörslusviptingu fugla á búum fyrirtækisins. Eftir 77 daga af eftirfylgni og dagsektum sem námu um 2,6 milljónum króna gerði fyrirtækið loks úrbætur á aðstæðum sinna dýra en þurftu til þess að farga 14 þúsund fuglum. Vakna upp spurningar hvort Matvælastofnun hafi brugðist nógu fljótt við en ljóst er að stofnunin vissi frá því í júlí 2015 hvernig aðstæður fuglanna væru og aðhafðist ekkert fyrr en í nóvember sama ár. Framkvæmdastjóri Brúneggs ehf kannast ekki við slæmar aðstæður fuglannaKristinn Gylfi Jónsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins vildi ekki meina að fuglar í eigu fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður og sagði að slíkt gæti vissulega komið fyrir en þá væri brugðist við því. Aðspurður hvort að merkingarnar hefðu gefið neytendum rétta mynd af aðbúnaði dýranna játaði Kristinn Gylfi og sagði svo vera í langflestum tilvikum. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði fyrir sagði hann að það stæði fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Kristinn sagðist standa við það að hlutir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við.
Brúneggjamálið Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent