Langflestir leikmenn og starfsmenn brasilíska úrvalsdeildarliðsins Chapecoense fórust í flugslysi rétt fyrir utan kólumbísku borgina Medellín snemma í morgun.
Meðal þeirra sem fórust í flugslysinu var brasilíski varnarmaðurinn Filipe Machado sem lék með Garðari hjá búlgarska liðinu CSKA Sofiu á árunum 2008-09.
Garðar minntist Machaco á Facebook í kvöld þar sem hann vottar fjölskyldu hans, og fjölskyldum allra sem létust í flugslysinu, virðingu sína.
Machado fór víða á ferlinum og lék m.a. í Búlgaríu, Aserbaídsjan, Íran og á Ítalíu. Hann gekk til liðs við Chapecoense fyrr á þessu ári. Machado var 32 ára þegar hann lést.